Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 15
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
aðstæður dönsku barnanna að gefa þeim forskot á íslenska jafnaldra sína og auð-
velda þeim að skilja afstæði þeirra og gegnvirkni (t.d. að ef Jens er afi barnsins, felur
það í sér að hann er jafnframt pabbi annaðhvort pabba þess eða mömmu).
í stuttu máli eru helstu tilgátur mínar sem hér segir:
1. Fjöldi réttra svara eykst með aldri.
2. Hugtök um fjölskylduvensl fylgja þrepskiptri þróun.
3. Þróun hugtakaskilnings barna endurspeglar tvo þætti tengda vitsmuna-
þroska þeirra:
a) Hæfni til að setja sig í annarra spor.
b) Hæfni til að átta sig á rökrænum eiginleikum fjölskylduvensla.
4. Gagnsæ merking í daglegu máli danskra barna á venslunum á milli
kynslóðar pabba og mömmu og kynslóðar afa og ömmu, og á milli for-
eldra og bræðra þeirra,3 gefur dönskum börnum forskot miðað við ís-
lensk í skilningi á þeim venslum sem um ræðir.
FRAMKVÆMD RANNSÓKNARINNAR
Úrtak
í íslenska úrtakinu voru alls 120 börn sem skiptust jafnt í fimm aldursflokka, með
jafnmörgum drengjum og stúlkum í hverjum hópi. Miðgildi aldursflokkanna var
fjögur, fimm, sex, sjö og átta ár, og fjöldi í hverjum aldursflokki 24 börn. Valin voru
börn sem bjuggu hjá báðum líffræðilegum foreldrum sínum, áttu a.m.k. eitt systkini
og báru ekki ættarnöfn. Börnin voru í skólum og leikskólum í Hlíðahverfi, Þingholt-
um og Fossvogi í Reykjavík.
Sömu viðmiðanir (að ættarnöfnunum undanskildum!) voru notaðar til að velja
dönsku börnin. Þau voru 88 talsins úr þremur aldursflokkum: 24 fjögurra ára, 32 sex
ára og 32 átta ára börn. Börnin voru í skólum og leikskólum í Gentofte, Charlotten-
lund og Koge.4
Aðferðir
Við hvert barn var haft viðtal sem undirbúið var með hliðsjón af skriflegum upplýs-
ingum frá foreldrum um samsetningu fjölskyldu barnsins (þrjár kynslóðir), nöfn og
föðurnöfn/ættarnöfn nánustu ættingja og tíðni samskipta barnsins við hvern og
einn.
Hvert barn var spurt:5
- Hvort það sjálft ætti pabba og mömmu, bróður og systur og hvað þau hétu
(1. svið).
3 Dönsku orðin fasler (=födursystir) og moster (=móðursyslir) hafa sjálfsagt verið jafngegnsæ og morbror og farbror
upphaflega, en þau eru það ekki lengur og því eru þau ekki tekin inn í þennan samanburð.
4 Félags- og efnahagsleg staða íbúa í Gentofte og Charlottenlund er almennt hærri en í Reykjavíkurúrtakinu, en
í Koge er hún e.t.v. ögn lægri.
5 Danskur uppeldisfræðingur tók viðtölin við dönsku börnin. Greinarhöfundur var viðstaddur og sá um hljóð-
ritun og skráningu.
13