Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 107

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 107
JÓHANNA G. KRISTJÁNSDÓTTIR ER SÉRKENNSLA TIL ÓÞURFTAR? Nokkur hluti nemenda, sem stundar sitt tíu ára grunnskólanám í íslenskum skól- um, glímir við erfiðleika af ýmsum toga. Um alllangt skeið hafa skólar veitt þeim, sem eiga við námsörðugleika eða fatlanir að stríða, sérstaka aðstoð við nám sem kallast sérkennsla og er það orð notað í þessari grein yfir alla kennslu sem boðið er upp á í þessu skyni til viðbótar við almenna bekkjarkennslu eða í staðinn fyrir hana. Skýringar á orsökum námserfiðleika eru margar. Ekki er þó deilt um að nem- endur, sem eiga við slíka örðugleika að stríða, eru innbyrðis afar ólíkir; einnig er ljóst að erfiðleikarnir geta snert námið bæði beint og óbeint og að þeir eru mismiklir eða alvarlegir - sumir tímabundnir en aðrir langvarandi. Gera má ráð fyrir að flestir séu sammála um mikilvægi þess að sérkennsla leiði til sem minnstrar félagslegrar sérstöðu. Þátttaka foreldra í ákvörðunum um þjónustu er talin vera sjálfsögð og samstarf starfsstétta er almennt talið hafa mikið gildi. En þrátt fyrir þessa samstöðu um mörg veigamikil atriði ríkir þó ágreiningur um önnur. Hér verður fjallað um gagnrýni á núverandi skipan sérkennslu í skólum sem komið hefur hvað skýrast fram hjá hreyfingu sem á íslensku hefur verið nefnd heiltæk eða heildtæk skólastefna1. Þessi hreyfing berst fyrir nýrri sýn og nýju viðhorfi til þessara mála sem gerir m.a. ráð fyrir að sérkennsla verði lögð niður í núverandi mynd en í staðinn komi góð, almenn kennsla. Eins og fram kemur í grein Kristínar Aðalsteinsdóttur (1992) nær gagnrýni heiltæku skólastefnunnar til fjölmargra atriða er tengjast sérkennslu eins og hún hefur verið skipulögð og framkvæmd á síðustu áratugum. Stundum gleymist að sérkennsla er tiltölulega ný og víðtæk þjónusta sem hefur smám saman verið að byggjast upp innan almenna skólakerfisins. Aður en fjallað verður nánar um gagnrýnina á núverandi framkvæmd sérkennslu í skólum verða því rifjuð upp nokkur atriði sem hafa haft áhrif á þróun hennar á síðustu áratugum hjá okkur og í löndum sem við berum okkur gjarnan við þegar félagsleg þjónusta, menntun eða önnur velferðarmál eru til umræðu. Slík umfjöllun ætti að svara að nokkru hvers vegna mismunandi skilningur er lagður í orðið sérkennsla eftir því hvort um er að ræða kennslu barna sem eiga við alvarlega fötlun að stríða eða barna sem glíma við tímabundna námsörðugleika eins og t.d. erfiðleika með lestrarnám.2 1 Kristín Aðalsteinsdóttir (1992) notar orðið heiltæk skólastefna um bresku stefnuna Whole School Approach þar sem hún kynnir inntak þessarar nýju skólastefnu. Hafdís Guðjónsdóttir (1994) notar hins vegar orðið heildtæk skólastefna um bandarísku Inclusion-hret/fmguna. Litið er hér á bresku og bandarísku stefnurnar sem anga á sama meiði. 2 Nefnd um mótun menntastefnu (1994:101) gerir t.d. skort á fullnægjandi skilgreiningu á hugtakinu sérkennsla að umræðuefni. Nefndin telur að ósamkvæmni ríki um merkingu hugtaksins. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 3. árg. 1994 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.