Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 92

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 92
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA AÐFERÐ Tvö gagnasöfn lágu til grundvallar athuguninni. Annað gagnasafnið var úr könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á námsferli í framhaldsskóla (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Hitt gagnasafnið var einkunnir úr samræmdum lokaprófum grunnskóla vorið 1991 (Menntamálaráðuneytið 1992a). Fyrra gagnasafn Könnun Félagsvísindastofnunar náði til allra barna sem fædd voru árið 1969 og voru í nemendaskrá Hagstofu íslands eða þjóðskrá á árabilinu 1982-1991, samtals 4.152 einstaklingar. Úr þessari könnun var aðgangur að samræmdum einkunnum í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku og skólaeinkunnum í sömu greinum. Auk þess voru upplýsingar um þann skóla sem samræmd próf voru tekin í. Samtals tók 3.681 einstaklingur samræmd próf. Alls tóku 3.525 (96%) samræmd próf vorið 1985, 89 (2%) nemendur tóku prófin vorið 1984, 62 (2%) nemendur tóku þau vorið 1986 og samtals fimm nemendur tóku þau ýmist vorið 1983 eða vorið 1987. Þótt samræmd próf væru tekin á mismunandi tíma voru öll gögnin notuð í úr- vinnslunni og þannig gengið út frá því að einkunnir væru sambærilegar á milli ára. Hinn kosturinn hefði verið að nota aðeins þá sem tóku prófin vorið 1985, en það hefði valdið skekkju þar sem þá hefðu nemendur sem voru ári lengur eða skemur en aðrir nemendur verið felldir brott úr úrvinnslunni. Seinna gagnasafn Upplýsingar um einkunnir úr samræmdum lokaprófum grunnskóla vorið 1991 fengust hjá menntamálaráðuneyti. Upplýsingar fengust um samræmdar einkunnir í íslensku og stærðfræði allra nemenda og einnig skólaeinkunnir þeirra í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Auk þessa voru upplýsingar um fjölda réttra atriða á hverri blaðsíðu prófheftisins í samræmdu prófi í stærðfræði og einkunnir fyrir sér- hvern prófhluta í íslenskuprófinu. Einnig fengust svör við einstökum atriðum í kjarna 1, fyrsta hluta stærðfræðiprófsins, fyrir 1.028 nemendur. Einkunnir fyrir einstaka prófhluta samræmds prófs í stærðfræði voru reiknaðar út frá niðurstöðutölum þeirra blaðsíðna prófheftisins sem prófhlutarnir spönnuðu. Einkunnir voru í formi fjölda rétt leystra atriða í hverjum prófhluta og gátu orðið hæstar 40 fyrir kjarna 1 og kjarna 2, en 20 fyrir daglegt líf og algebru. Einkunnir fyrir prófhluta íslenskuprófsins voru á sams konar kvörðum. Heildarniðurstöður stærð- fræðiprófsins og íslenskuprófsins voru einnig í formi rétt leystra atriða og voru því á kvarðanum 0-100 en ekki á einkunnakvarðanum 1-10 eins og nemendur fá niður- stöðurnar í hendur. Skólaeinkunnir í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku voru skráðar eftir afrit- um af prófskírteinum nemenda. Skólaeinkunnir voru allar á kvarðanum 1-10. Samtals fengust upplýsingar um 4.154 nemendur. Samræmdar einkunnir feng- ust fyrir 4.004 nemendur, þar af tóku 3.939 bæði samræmdu prófin. Skólaeinkunnir í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku fengust fyrir 3.982 nemendur, en 3.859 þeirra höfðu skólaeinkunnir í öllum fjórum greinum. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.