Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 90
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA
um en ekki síður á ástundun, áhuga og þeirri kennslu sem nemandinn hefur notið.
Að hluta byggði þá frammistaðan á þáttum sem væru sameiginlegir báðum tegund-
um kunnáttu (almennum námshæfileikum) og að hluta þáttum sem geta verið sér-
hæfir fyrir hvora tegund viðfangsefna fyrir sig (ástundun, áhuga og kennslu). Þegar
báðum þáttum er slengt saman í eina einkunn fá sameiginlegir þættir eðlilega aukið
vægi meðan sérhæfir þættir jafnast út að verulegu leyti.
Góð frammistaða á einu sviði kunnáttu gæti þannig gefið til kynna mikla
ástundun, áhuga eða góða kennslu. Góð meðaltalsframmistaða á öllum sviðum
kunnáttu (prófhlutum) gæfi þá fyrst og fremst til kynna góða námshæfileika, þ.e.
þátt sem stuðlar að árangri á mörgum ólíkum sviðum kunnáttu. Niðurstöður Sig-
ríðar Valgeirsdóttur o.fl. gæfu þá ekki til kynna eðli samræmdra prófa heldur upp-
lýsti okkur um áhrif þess að gefa samræmdar einkunnir eftir námsgreinum fremur
en kunnáttusviðum.
Næmara próf á eiginleika samræmdra prófa væri því að athuga hversu margir
þættir liggi til grundvallar einstökum prófhlutum. Ef sameiginlegur þáttur skýrir
frammistöðu einstakra prófhluta í samræmdum prófum, myndi það staðfesta
niðurstöður Sigríðar Valgeirsdóttur o.fl. Ef skýra mætti frammistöðu einstakra
prófhluta með mörgum tiltölulega óháðum þáttum myndi það hins vegar benda til
þess að samræmd próf væru að mæla kunnáttu fremur en námshæfileika og væru
því fyrst og fremst háð þáttum sem tengdust ástundun, áhuga og kennslu.
Sérhæfi einkunna
Önnur leið til að meta eiginleika samræmdra prófa er að athuga sérhæfi (speci-
ficity). Gera má ráð fyrir að frammistöðu við einstaka prófhluta megi rekja til fjög-
urra þátta. I fyrsta lagi hafa almennir hæfileikaþættir, sameiginlegir öllum próf-
hlutum, áhrif á frammistöðu. Þannig ræðst frammistaða t.d. í stafsetningu að hluta
af almennum námshæfileikum nemenda. í öðru lagi er mögulegt að sérstakir kunn-
áttuþættir séu til staðar, t.d. að almenn kunnátta í íslensku hafi áhrif á stafsetningu
eða einhver áhrifaþáttur sameiginlegur fleiri en einum prófhluta svo sem kunnátta
í málfræði. I þriðja lagi getur einstakur prófhluti verið að mæla sérhæfa kunnáttu
sem einskorðast við þennan prófhluta. Þannig er stafsetning væntanlega að hluta
háð sérhæfri kunnáttu í stafsetningu sem er óháð málfræði, kunnáttu í íslensku eða
hæfileikum. í fjórða lagi verður að gera ráð fyrir að frammistaðan geti verið háð til-
viljunarkenndum þáttum, svo sem aðstæðum á prófstað, því formi sem nemandinn
er í þegar prófið er tekið, utanaðkomandi truflunum og þeim tilteknu atriðum sem
valist hafa í prófhlutann.
Talað er um áreiðanleika (reliability) sem þann hluta af frammistöðunni sem er
ekki háður tilviljunarbundnum þáttum.6 Próf, sem er aðeins að litlu leyti háð tilvilj-
unarbundnum þáttum, er áreiðanlegt, þ.e. nákvæmt, í þeim skilningi að það er
6 Hér er í reynd um tvær ólíkar aðferðir við mat á áreiðanleika að ræða. Annars vegar er innri samkvæmni
(internal consistency) sem segir til um samkvæmni milli ólíkra atriða prófsins. Hins vegar áreiðanleiki
endurtekinnar prófunar (test-retest reliability). Hið síðara krefst endurtekinnar prófunar hjá sömu
þátttakendum og er því sjaldan kannað.
88