Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 102
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA
endurgjöf á kennsluna í prófi sem eftir sem áður byggir á almennri rökvísi og mál-
farsleikni nemenda.
Slík endurgjöf á sér eðlilega stað allan námstímann, en ekki við eitt eða fleiri
lokapróf. Skólapróf eru yfirleitt tvisvar á vetri og óformleg skilaboð til nemenda
mun oftar. Því væri hugsanlegt að skólapróf í sömu greinum og samræmd próf
væru næmari á framfarir en samræmd próf virðast vera. Skólaprófum er ætlað að
meta fleiri þætti en beina kunnáttu eins og samræmdum prófum (Reglugerð um
námsmat ígrunnskólum, nr. 7/1985, 5. gr.). í þessari athugun er ekki unnt að leggja
nákvæmt mat á skólapróf í samræmdum greinum. Þau geta verið misjöfn frá einum
skóla til annars, byggja bæði á hefðbundnum prófum og huglægu mati kennara og
óljóst með hvaða hætti mætti meta nákvæmni (áreiðanleika) þeirra.
Skólapróf í námsgreinum með samræmd próf (þ.e. íslensku, stærðfræði,
dönsku og ensku) má þó meta að vissu marki með því að athuga tengsl þeirra við þá
þætti sem liggja samræmdum einkunnum til grundvallar. í öllum tilfellum virðast
þau vera að mæla svipaða þætti og samræmd próf í sömu námsgreinum. Því virðast
þau einnig fyrst og fremst vera að meta mjög almenna færni nemenda eða náms-
hæfileika og eru því tiltölulega ónæm á tímabundnar eða óvæntar framfarir þeirra.
Jafnvel þegar engin samræmd próf eru haldin í viðkomandi námsgrein, eru tengsl
skólaeinkunna óbreytt við þá þætti sem liggja samræmdum einkunnum til grund-
vallar. Því virðist sem kennarar notfæri sér ekki það frelsi sem þeir hafa til að draga
fjölbreytilegri þætti inn í skólaeinkunnir í samræmdum greinum en eru fyrir hendi
í samræmdum prófum.
Þannig virðist fátt benda til þeirrar fjölbreytni í námsmati sem stundum hefur
verið talin einkenna skólaeinkunnir við lok grunnskólans (sbr. Menntamálaráðu-
neytið 1988), né virðast skólaeinkunnir gefa „traustari og raunsannari mynd af
stöðu [nemenda] í námi" (Kennarasamband íslands 1992, bls. 34). Að sama skapi
virðist litlu breyta hvort samræmd próf eru haldin eða ekki í viðkomandi náms-
grein. Ekki verður fullyrt um skólaeinkunnir almennt, en skólaeinkunnir í þeim
námsgreinum sem samræmd próf hafa verið haldin í eru greinilega sama eðlis og
samræmdar einkunnir. Annaðhvort er stýring samræmdra prófa á kennslu og
skólastarfi ofmetin (sbr. Menntamálaráðuneytið 1988) eða hún er svo sterk að áhrifa
hennar gætir enn jafn mikið 2-3 árum eftir að samræmd próf eru lögð niður í við-
komandi námsgrein.
Sú niðurstaða að samræmd próf mæli fyrst og fremst námshæfileika eða mjög
almenna námsfærni þarf ekki að fela í sér að nemendur taki ekki framförum frá ári
til árs. Þannig er líklegt að nemendur við lok 9. bekkjar myndu standa sig verr á
samræmdum prófum en sömu nemendur við lok 10. bekkjar. A þessu ári gerist
margt; nemendur þroskast og þeir takast á við ný atriði í námi sínu. Því hljóta nem-
endur að taka framförum milli ára. Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar
væri þó athyglisvert að magnbinda þær framfarir.
Á sama hátt má ekki túlka niðurstöðurnar þannig að léleg kennsla muni skila
sama árangri gagnvart samræmdu prófi og góð kennsla, slök ástundun sama ár-
angri og góð. Samræmd próf hljóta alltaf að hafa ákveðið næmi gagnvart slíkum
100