Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 102
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA endurgjöf á kennsluna í prófi sem eftir sem áður byggir á almennri rökvísi og mál- farsleikni nemenda. Slík endurgjöf á sér eðlilega stað allan námstímann, en ekki við eitt eða fleiri lokapróf. Skólapróf eru yfirleitt tvisvar á vetri og óformleg skilaboð til nemenda mun oftar. Því væri hugsanlegt að skólapróf í sömu greinum og samræmd próf væru næmari á framfarir en samræmd próf virðast vera. Skólaprófum er ætlað að meta fleiri þætti en beina kunnáttu eins og samræmdum prófum (Reglugerð um námsmat ígrunnskólum, nr. 7/1985, 5. gr.). í þessari athugun er ekki unnt að leggja nákvæmt mat á skólapróf í samræmdum greinum. Þau geta verið misjöfn frá einum skóla til annars, byggja bæði á hefðbundnum prófum og huglægu mati kennara og óljóst með hvaða hætti mætti meta nákvæmni (áreiðanleika) þeirra. Skólapróf í námsgreinum með samræmd próf (þ.e. íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku) má þó meta að vissu marki með því að athuga tengsl þeirra við þá þætti sem liggja samræmdum einkunnum til grundvallar. í öllum tilfellum virðast þau vera að mæla svipaða þætti og samræmd próf í sömu námsgreinum. Því virðast þau einnig fyrst og fremst vera að meta mjög almenna færni nemenda eða náms- hæfileika og eru því tiltölulega ónæm á tímabundnar eða óvæntar framfarir þeirra. Jafnvel þegar engin samræmd próf eru haldin í viðkomandi námsgrein, eru tengsl skólaeinkunna óbreytt við þá þætti sem liggja samræmdum einkunnum til grund- vallar. Því virðist sem kennarar notfæri sér ekki það frelsi sem þeir hafa til að draga fjölbreytilegri þætti inn í skólaeinkunnir í samræmdum greinum en eru fyrir hendi í samræmdum prófum. Þannig virðist fátt benda til þeirrar fjölbreytni í námsmati sem stundum hefur verið talin einkenna skólaeinkunnir við lok grunnskólans (sbr. Menntamálaráðu- neytið 1988), né virðast skólaeinkunnir gefa „traustari og raunsannari mynd af stöðu [nemenda] í námi" (Kennarasamband íslands 1992, bls. 34). Að sama skapi virðist litlu breyta hvort samræmd próf eru haldin eða ekki í viðkomandi náms- grein. Ekki verður fullyrt um skólaeinkunnir almennt, en skólaeinkunnir í þeim námsgreinum sem samræmd próf hafa verið haldin í eru greinilega sama eðlis og samræmdar einkunnir. Annaðhvort er stýring samræmdra prófa á kennslu og skólastarfi ofmetin (sbr. Menntamálaráðuneytið 1988) eða hún er svo sterk að áhrifa hennar gætir enn jafn mikið 2-3 árum eftir að samræmd próf eru lögð niður í við- komandi námsgrein. Sú niðurstaða að samræmd próf mæli fyrst og fremst námshæfileika eða mjög almenna námsfærni þarf ekki að fela í sér að nemendur taki ekki framförum frá ári til árs. Þannig er líklegt að nemendur við lok 9. bekkjar myndu standa sig verr á samræmdum prófum en sömu nemendur við lok 10. bekkjar. A þessu ári gerist margt; nemendur þroskast og þeir takast á við ný atriði í námi sínu. Því hljóta nem- endur að taka framförum milli ára. Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar væri þó athyglisvert að magnbinda þær framfarir. Á sama hátt má ekki túlka niðurstöðurnar þannig að léleg kennsla muni skila sama árangri gagnvart samræmdu prófi og góð kennsla, slök ástundun sama ár- angri og góð. Samræmd próf hljóta alltaf að hafa ákveðið næmi gagnvart slíkum 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.