Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 91
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON
unarbundnum þáttum, er áreiðanlegt, þ.e. nákvæmt, í þeim skilningi að það er
stöðugleiki í niðurstöðum þess frá einni mælingu til annarrar eða frá einu atriði
þess til annars.
Þótt hæfileikaþættir liggi til grundvallar frammistöðu á samræmdum prófum,
geta einstakir prófhlutar (eða samræmd próf í einstökum námsgreinum) verið sér-
hæfir. I því felst að prófhlutinn (eða prófið) er auk almennra þátta að verulegum
hluta að mæla sérhæfa kunnáttu sem aðeins mælist á þessum prófhluta (eða prófi).
Þannig er hugsanlegt að samræmdar einkunnir séu að miklum hluta háðar almenn-
um námshæfileikum, eins og niðurstöður Sigríðar Valgeirsdóttur o.fl. (1988) gefa til
kynna, en einstakir prófhlutar séu engu að síður að mæla umtalsverða sérhæfa
kunnáttu.
Sérhæfi samræmdra einkunna og einstakra prófhluta í samræmdum prófum er
ekki þekkt og engar tölur virðast vera til um áreiðanleika þeirra. Þetta er bagalegt
þar sem gildi prófanna eykst með vaxandi sérhæfi. Jafnvel þótt almennir námshæfi-
leikar ráði miklu um niðurstöðuna, myndi mikið sérhæfi tryggja að samræmd próf
væru að umtalsverðu leyti að mæla sérhæfa kunnáttu í einstökum námsgreinum
eða kunnáttusviðum.
MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR
Ætlunin er að varpa nokkru Ijósi á ofangreind atriði. Tilgangur rannsóknarinnar er
í grófum dráttum tvíþættur. í fyrsta lagi er ætlunin að gera nánari grein fyrir inn-
byrðis tengslum samræmdra einkunna og tengslum þeirra við skólaeinkunnir.
Kannað verður hvort lausn með háðum þáttum hentar gögnunum betur en óháðir
þættir og hvort þáttauppbygging einkunna breytist yfir u.þ.b. sex ára tímabil. Einn-
ig verður athugað hvort tengsl skólaeinkunna við samræmdar einkunnir séu háðar
því hvort samræmd próf eru haldin í sömu greinum. Hér er leitað að lýsingu á
tengslum einkunna með aðferð meginþáttagreiningar (principal component anal-
ysis).
I öðru lagi er ætlunin að átta sig á tölfræðilegri uppbyggingu samræmdra prófa.
Þetta er gert með því að finna, með aðstoð meginásagreiningar (principal factor
analysis), þætti sem skýra innbyrðis tengsl einstakra prófhluta samræmdra prófa.7
Einnig er metinn áreiðanleiki (innri samkvæmni) og sérhæfi samræmdra einkunna
og einstakra prófhluta.
7 Munurinn á þessum tveimur tegundur þáttagreiningar (factor analysis) er fyrst og fremst tæknilegur. Megin-
þáttagreining felur í sér að reynt er að finna sem fæsta þætti sem í sameiningu skýri bæði sem mest af dreifingu
einkunna á viðkomandi prófum (eða prófhlutum) hverju fyrir sig og sem mest af tengslum milli einkunna á
ólíkum prófum (eða prófhlutum). Meginásagreining leitast hins vegar aðeins við að gera grein fyrir innbyrðis
tengslum einkunnanna og reynir að skýra þau með undirliggjandi (latent) þáttum sem eru hugsaðir sem
áhrifa- eða orsakaþættir. í sameiningu skýra þessir þættir aðeins þá dreifingu sem er fóigin í innbyrðis tengsl-
um einkunnanna meðan þættirnir f meginþáttagreiningu skýra alla dreifingu einkunnanna. Vægi (loading) í
meginásagreiningu sýnir áhrif (eða orsakaáhrif) undirliggjandi þáttar á hverja einkunn fyrir sig en í megin-
þáttagreiningu gefur vægið til kynna þá dreifingu sem er sameiginleg þættinum og viðkomandi einkunn.
89