Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 25
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
um bróður pabba (58%, sjá Mynd B). Munurinn á íslenskum og dönskum börnum er
enn meiri þegar kemur að spurningunum: „Din farbror Morten, har han en bror?"
„Din morbror Ib, har han en söster?" Hvorri þessara spurninga um sig svara aðeins
29% dönsku 6 ára barnanna rétt (sjá Mynd C), á meðan 75% íslensku barnanna nefna
réttilega móður sína sem systur móðurbróður, og 57% föður sinn sem bróður föður-
bróður. Þær breytingar á hugtakaskilningi sem lýst var með tilkomu 2. þreps hér að
framan eru því að jafnaði ári seinna á ferðinni hjá dönsku börnunum en þeim íslensku.
Mynd C
A systkini mömmu systur / systkini pabba bróður?
Hlutfall réttra svara eftir aldursflokkum og þjóðemi
%
Munurinn á milli dönsku og íslensku barnanna er ekki eins mikill í hópi 4 og 8 ára
barna, en hann er íslensku börnunum í hag nema í fyrrnefndum spurningum um
hvort brúðuafi og -amma séu pabbi og mamma einhvers (sjá Mynd D). Mjög fá börn
réðu raunar við þessar spurningar, og 75% viðmiðunarmörkin náðust hvorki hjá
dönsku né íslensku börnunum í úrtakinu. í hópi 8 ára barna svöruðu 54% íslensku
barnanna þessum spurningum rétt og 58% dönsku barnanna. í 6 ára hópnum
reyndist hlutfall réttra svara hins vegar vera 32% hjá dönsku börnunum, en aðeins
9% hjá þeim íslensku.
Ein skýring á þessum mun kann að vera sú, að spurningarnar um brúðuafa og
-ömmu verða auðveldari í dönsku útgáfunni en þeirri íslensku. I viðtölum við
dönsku börnin þurfti að kynna brúðuafa og ömmu sem annað hvort móður- eða
/öðtirforeldra (sbr. neðanmálsgrein nr. 1). Spurningarnar hljóðuðu því eitthvað á
þessa leið: „Farfar her, er han far til nogen her pá bordet?" (Brúðufjölskyldan var öll
saman komin á borði fyrir framan barnið). Ef barnið benti á eða nefndi annað
foreldrið, var bætt við: „Er han far til nogen anden?" Ef barnið svaraði því neitandi,
var spurt hvort það væri alveg visst. Hvort hann gæti hugsanlega verið pabbi
23