Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 120

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 120
BRAUTARHOLTSSKÓU OG INDVERSKI SYSTURSKÓLINN BEDKUVADOR vakið hvað mesta athygli er systurskólaverkefnið sem er á margan hátt framandi og óvenjulegt, en um leið gefandi fyrir nemendur og kennara. SYSTURSKÓLI Á INDLANDI - AÐDRAGANDI Á haustdögum árið 1990 áskotnaðist mér bæklingurinn Syskonskola - Rád och erfarenheter frán tre u-lander sem SIDA Informationsbyrán í Svíþjóð gaf út árið 1988 (Sandin o.fl.). Eftir að hafa lesið bæklinginn fékk ég mikinn áhuga á að reyna það sem þar er lýst með nemendum mínum í Brautarholtsskóla. Ég sá fljótt að verkefnið gæti haft mikið uppeldislegt gildi, en það þyrfti þó að undirbúa vel og vinna skipu- lega. Á þeirri forsendu var sótt um styrk í Þróunarsjóð grunnskóla. Það var svo mikil hvatning að fá jákvætt svar frá sjóðnum. Fljótlega komumst við í samband við Svíann Áke Sandin sem er einn af stofn- endum TUFF (Tyresö Ulands- och Fredsförening). Hann sendi okkur ýmiss konar efni sem kom að miklu gagni í þróunarstarfinu. í mars árið 1992 rann stóra stundin upp. Þá eignaðist Brautarholtsskóli systurskóla á Indlandi sem heitir Bedkuvador. í sama mánuði heimsótti ég Áke og fleiri kennara í Svíþjóð sem hafa reynslu af systurskólastarfi. Það var mjög lærdómsríkt að sjá og heyra hvernig skólar í Tyresö og Enskede vinna með systurskólum í þróunarlöndum. Eitt meginmarkmið systurskólaverkefnis Brautarholtsskóla var að fá fleiri skóla með í þetta hjálparstarf, sem enn hefur ekki gerst. Þó bendir allt til að nokkrir kenn- arar og nemendur í Hjallaskóla í Kópavogi ætli að byrja á systurskólasamskiptum við Indland á skólaárinu 1994-1995. UPPHAF SYSTURSKÓLASTARFS Til að hægt sé að koma á samstarfi við systurskóla einhvers staðar í þróunarlöndum þarf það fólk sem ætlar að vinna saman að vera jákvætt. Starfið krefst þolinmæði því samskipti við þróunarlönd eru torveldari en samskipti við nágranna okkar á Vesturlöndum. Það er nauðsynlegt að kynna sér vel systurskólastarf almennt áður en verkefnið er sett af stað. Kennarar mega ekki vera tvístígandi og hætta kannski við rétt eftir að verkefnið er hafið. Það gæti skapað gífurleg vonbrigði í systurskól- anum og væri ekki siðferðilega rétt breytni. Grunnur að öflugu systurskólastarfi er góður undirbúningur. Myndbönd og litskyggnur frá systurskólaverkefnum, t.a.m. í Svíþjóð, geta svarað mörgum spurningum sem vakna hjá kennurum. Þegar til lengri tíma er litið er æskilegt að systurskólaverkefnið verði viðurkennt sem eðli- legur þáttur skólastarfsins og það þarf helst að falla auðveldlega að námsgreinum skólans, t.d. heimilisfræði, tónmennt, landafræði og sögu. En auðvitað er það í verkahring hvers skóla að skipuleggja verkefnið með hliðsjón af eigin kennslu- háttum. Samfélagið er umlykur skólann þarf að fá upplýsingar um framvindu systur- skólaverkefnis. Kynningafundir fyrir foreldra eru nauðsynlegir og einnig skiptir umfjöllun fjölmiðla miklu máli. Kannski eru fjölmiðlar ekki mjög uppteknir af skólastarfi á íslandi, en það ætti að vera skylda þeirra að skýra meira frá ýmsu 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.