Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 126
BREYTILEG SJÓNARMIÐ OG AÐFERÐIR VIÐ SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU SKÓLA í 30 ÁR
ustu í Noregi og var einn að starfi fyrsta árið. Næsta haust, 1961, fékk hann að ráða
tvo sálfræðinga til viðbótar, þá Kristin Björnsson og Örn Helgason. Ari síðar var
félagsráðgjafi ráðinn, Guðrún Jónsdóttir, og síðar Edda Benjamínsson kennari sem
gerði kunnáttuathuganir o.fl. Heimildir fengust bráðlega til að ráða fleiri starfs-
menn, en á sjöunda áratugnum urðu þeir þó ekki fleiri en sex til sjö.
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA f MÓTUN
Hér verður nú lýst viðhorfum og aðferðum þessara byrjenda upp úr 1960.
Við vorum auðvitað ungir bjartsýnir menn, höfðum háleit markmið og gerðum
ráð fyrir að miklu væri hægt að áorka. Sálfræðideild var í rauninni skipulögð sem
lítil barnageðdeild, en með sérstöku tilliti til vandamála sem tengdust námi og
skólavist.
Við vorum kunnugir sálfræðiþjónustu í nágrannalöndum og vissum að nokkur
munur var á sjónarmiðum og áherslum. í Noregi var t.d. mest áhersla lögð á geð-
vernd í þessu starfi, en í Danmörku var starfið aftur á móti meira tengt skólavist-
inni, náminu og aðstoð í námi eða sérkennslu. Við höfðum mest kynni haft af hinu
norska skipulagi og viðhorfum, og áherslan varð nokkuð lík hérna. I fyrsta lagi var
það okkur metnaðarmál að framkvæma fullgilda greiningu vandkvæða. I því skyni
var reynt að vanda til upplýsingasöfnunar bæði í skóla og frá heimili, kennari skrif-
aði sérstaka skýrslu til deildarinnar, reynt var að hafa ítarlegt viðtal við foreldra og
fá þannig greinargóða „anamnesu" eða lífssögu. Nokkur próf og leikathugun voru
notuð. Kennarar og foreldrar fengu ráðgjöf og í sumum tilvikum var notuð með-
ferð. Við reyndum alltaf að hafa fáein börn í meðferð, í viðtölum í lækningarskyni,
og þá var aðaláherslan oft lögð á nemandann sjálfan, en einnig var talað við for-
eldra. Leikmeðferð var á þessum tíma aðferð sem mikið var notuð og útbjuggum
við allgóða aðstöðu til að beita þeirri aðferð. Ég held að við höfum reynt að vinna
mjög faglega, og heilsufærin eða „klínísk" sjónarmið voru mjög ráðandi. Ég hef oft
undrast síðan hversu mikinn tíma við gátum gefið sumum börnum og hverju við
gátum afkastað.
Tilvísanir komu bæði frá foreldrum og skólum. Tengsl við skólana voru
nokkur, en augljós þörf á að auka þau. Jónas Pálsson skrifaði í ársskýrslu frá
þessum tíma.
Aðalhlutverk sálfræðiþjónustu er að rannsaka orsakir námsörðugleika hjá einstök-
um börnum, leiðbeina foreldrum og kennurum um kennslu þeirra og meðferð. Nám
er hins vegar aðeins einn þáttur í lífi og starfi einstaklingsins, því verður að rann-
saka vandamál hans með hliðsjón afpersónulegu lífi hans, uppeldi, heimilisháttum
og félagslegri aðstöðu. Athugun sem beinist aðeins einhliða að námsvandamáli eða
hegðunarafbrigði án innsæis og skilnings á lífi einstaklingsins íöllum sínum marg-
breytileik er oftast gagnslítil. Því verður sálfræðiþjónusta, sem vera á meira en
nafnið tómt, aðskyggnast yfir nýtt svið, en ekki mæna einhliða á námserfiðleika eða
tilviljunarkenndfrávik íhegðun barnsins, sálfræðiþjónusta skólanna getur þvíekki
bundið sig við vélrænar athuganir á námi og kennslu þótt hlutverk hennar sé öðru
fremur að bæta úr á þessu sviði, en sá árangur næst sjaldan svo gagn sé að netna
124