Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 35
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
ung var ákveðið að byggja ekki á viðtölum um verkefnið sjálft heldur að spyrja þau
um eftirfarandi atriði bæði í upphafi og í lok verkefnisins: hvað þau teldu sig geta
gert af þeim verkefnum sem til stóð að þjálfa, um viðhorf þeirra til þess hverjir gætu
unnið störf á heimilum og á vinnumarkaði og hvað þau teldu að greiða ætti í laun
fyrir þau síðarnefndu. Auk þess var fylgst með börnunum tvisvar sinnum, þar af
einu sinni þegar foreldrar komu í vöffluveislu, en ákveðið var að nota þær upplýs-
ingar eingöngu til að fá tilfinningu fyrir áhuga og líðan barnanna. Áherslan í mat-
inu er því á útkomuna en ekki á námsferlið. Athugað er hvort þau markmið sem
kennararnir settu hafa náðst. Þetta er þó ekki markbundið mat (criterion-referenced
evaluation) þar sem ekki er hægt að festa ákveðin viðmið um hvað teljist árangur og
hvað ekki. Því var ljóst að einnig þyrfti að leggja viðhorfskönnunina fyrir saman-
burðarhóp, sem væri sambærilegur að öðru leyti en því að hann fengi ekki verk-
efnisþjálfunina. Með samanburði við hann er hægt að finna út hvort þær breytingar
sem fram koma eru vegna verkefnisþjálfunarinnar eða aukins aldurs, þroska eða
annarrar reynslu.
Þróun könnunareyðublaðs
í þeim tilgangi að kanna viðhorf nemenda til þeirra atriða, sem nefnd eru í mark-
miðum verkefnisins, þ.e. til eigin getu, til launaðra starfa og til heimilisstarfa eða
Tafla 1
Athugun á viðhorfum barnanna til eigin getu.
Þau atriði sem spurt var um í upphafi og við lok verkefnisins.
Sameiginleg atriði í báðum fyrirlögnum eru skáletruð
Upphaf: Febrúar 1991
Bursta skó, reima skó, búa um rúm, laga til í herbergi, festa tölu á flík,
vaska upp, leggja á borð, ryksuga, skipta um poka í ryksugu, sópa gólf,
setja saman módel, byggja úr tæknilegó, hita kakó, fá sér að drekka, búa
til hafragraut, smyrja brauðsneið, rista brauð, haða systkini/lítið barn,
passa barn úti, skipta um peru, skipta um rafhlöðu, negla nagla í vegg,
taka sundur/setja saman hluti, fara út með rusl.
Lok: Maí 1992
Festa töluáflík, skipta um poka íryksugu, hita kakó, baða systkini/lítið barn,
passa barn úti, skipta um rafhlöðu, skipta um mold á blómum, þvo og
bóna hjól, laga sprungið dekk á hjóli, reyta arfa, setja niður fræ, þvo
þvott, tefla, synda, leika með dúkku, strauja, yrkja ljóð, dansa, prjóna,
smíða, búa til sögu, sparka bolta, baka.
33