Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 81
JÓN TORFI JÓNASSON
Tafla 7
Flutningar af fyrstu námsbraut, skipt eftir kyni
Iðnnám Annað Stúdents- Allir
starfsnám nám
Stúlkur Stúlkur Stúlkur Stúlkur
Piltar Piltar Piltar Piltar
4% 1% 95% 1730
Allir
26% 4% 70% 1667
Af þeim 31% 26% 11% 12%
hafa flutt
20% 15% 25% 23%
við upphaf framhaldsskóla, flytja sig en ríflega 20% nemenda sem eiga lögheimili
úti á landi. Þetta samband flutnings og búsetu gæti að vísu tengst tegund skóla, þar
sem tiltölulega fleiri fjölbrautaskólar eru úti á landi en erfitt mundi reynast að
greina á milli skóla og byggðaráhrifa.
Hafa fjöbrautaskólar dregið úr starfsnámi?
Það er athyglisvert að fjölbrautaskólakerfið virðist hafa gefist vel að því marki að
meira er um flutninga nemenda þar en meðal nemenda sem skrá sig upphaflega í
aðra skóla, hvort sem það eru bóknámsskólar eða starfsmenntunarskólar. Eins og
rætt var í upphafi greinarinnar þá var að þessu stefnt, meðal annars með uppbygg-
ingu fjölbrautaskólanna, þar sem það var talið mikilvægt sanngirnismál að fólk
gæti skipt um skoðun. Hins vegar má vera að það hafi orðið til þess, sem ekki var
búist við, að draga dugmikla bóknámsmenn úr starfsnámi yfir í bóknámið. En
væntanlega er eftirsóknarvert að skólakerfið leyfi fólki einmitt að flytja sig þangað
sem hugur þess stendur til; varla er ákjósanlegt að hafa einhvers konar átthagafjötra
í skólakerfinu frekar en á öðrum sviðum þjóðlífsins. Slíkir fjötrar virðast vera mun
meiri á stúlkum en piltum. Þegar litið er á námsval stúlknanna fer varla á milli mála
að framhaldsskóli, sem á pappírnum er sambland starfsnáms- og bóknámsbrauta,
er í raun aðeins bóknámsskóli. Það er síðan allt annað mál hvort hægt sé með ein-
hverjum sanngjörnum hætti að efla starfsnám fyrir bæði kynin þannig að í það sæki
ekki síður dugmikið bóknámsfólk en í bóknámið. En vera má að heilsteypt starfs-
nám við upphaf framhaldsskóla, hvort sem er fyrir pilta eða stúlkur, heyri brátt sög-
unni til og á næstu áratugum beri mest á uppbyggingu og þróun starfsnámsbrauta
sem hefjast síðar í skólakerfinu (sjá einnig hjá Jóni Torfa Jónassyni 1990:99). Margt
79