Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 67
JÓN TORFI JÓNASSON
Þetta bendir til þess að möguleikar á flutningi á milli námsbrauta hafi um langt
skeið ráðið miklu um skipulag hins nýja framhaldsskóla. Þótt lög um framhalds-
skóla hafi ekki verið samþykkt fyrr en 1988 virðist skipulag fjölbrautaskólanna í
höfuðdráttum í samræmi við anda þeirra frumvarpa sem fyrir lágu.3
YFIRLIT YFIR SKRÁNINGAR í FRAMHALDSSKÓLA
Það er erfitt að setja nám í framhaldsskóla í skýrt afmarkaða flokka, en í daglegu tali
er það oft flokkað í tvennt. Annar flokkurinn er almennt bóknám sem í stórum
dráttum er undirbúningur undir frekara nám og er að mestu nám til stúdentsprófs
þótt sumar bóknámsbrautir séu að vísu aðeins tveggja ára brautir. I hinum flokkn-
um er margvíslegt starfsnám sem líta má á sem undirbúning undir störf og gerir
ekki endilega ráð fyrir framhaldsnámi.
Þetta er bersýnilega mjög gróf flokkun og bóknámsflokknum má til dæmis
skipta í þrjá undirflokka: hreint fræðilegt bóknám (sbr. hefðbundnar stúdentsbraut-
ir menntaskólanna), starfsgreinamiðað nám (til dæmis hagfræðibrautir til stúdents-
prófs, íþróttabrautir og tæknistúdentsbraut) og styttri brautir sem oft eru auð-
kenndar með tilvísun til starfssviða (til dæmis uppeldis- og viðskiptabrautir). Ekki
er þó lagt í skiptingu bóknámsbrautanna í undirflokka, einkum vegna þess að litið
er á bóknámið og stúdentsprófið sem undirbúning undir frekara nám, hvort sem af
framhaldi verður eða ekki. Þetta gildir bæði um styttri og lengri bóknámsbrautirn-
ar. Á styttri brautirnar virðist litið sem aðfara að stúdentsnámi og tiltölulega lítill
hópur lýkur aðeins slíkri braut og engu öðru.4 Hér á eftir verður því fjallað um
bóknámsbrautirnar sem eina heild.
Starfsnámsbrautirnar má flokka á ýmsa vegu en oftast er þeim skipt í tvennt,
þ.e. iðnnám annars vegar, sem er einkum nám í löggiltum iðngreinum, og annað
starfsnám hins vegar, en þar eru flokkaðar saman margvíslegar brautir, sem í flest-
um tilvikum eru stuttar brautir, t.d. fiskeldisbraut, sjúkraliðabraut og tækniteikn-
un. í sumum tilvikum er námið þó mun lengra, svo sem nám stýrimanna og vél-
stjóra. Þetta er ósamstæður flokkur og lítill, en verður hafður hér sér, einkum vegna
þess að ákveðin hefð virðist vera fyrir þessari skiptingu. I umræðu um skólakerfið
hefur starfsmenntun verið illa skilgreind og stundum talað um starfsmenntun al-
mennt eða þá að iðnmenntun og starfsmenntun eru lögð að jöfnu. Með því að hafa
hér sérstakan flokk fyrir „aðra starfsmenntun (en iðnnám)" er vakið máls á nauðsyn
á endurflokkun starfsnáms.
Hér verður nemendum í framhaldsskóla (sem fæddir eru 1969) skipt í þrjá hópa
og töluleg skipting þeirra er sýnd í Töflu 1. I fremsta dálki er sýnt í hvaða flokk
brauta nemandi skráir sig þegar hann kemur fyrst í framhaldsskóla. Síðan er sýnd-
ur fjöldi þeirra sem hefur lokið námi vorið 1991 af tilgreindum brautarflokki, óháð
3 betta kemur skýrt fram í ýmsu sem ritað hefur verið um þetta, sjá m.a. Jón Friðberg Hjartarson (1990), Kristján
Bersa Ólafsson (1990) og Ólaf Ásgeirsson (1990).
4 Þeir sem ljúka aðeins styttri braut án þess að ljúka stúdentsprófi eru 128. Þetta er auðvitað umtalsverður hópur,
eða rúm 4% þeirra sem skráðir eru á bóknámsbrautir framhaldsskólanna (þ.e. 128 af 2892). Sjá Töflu 1.
65