Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 73
JÓN TORFI JÓNASSON
segir því miður ekkert um það hvers vegna fólk flytur sig á milli brauta, en síðar í
þessari grein verður flutningshópurinn þó flokkaður eftir því hvort upphaflegu
námi hafi verið lokið eða ekki.
STRAUMAR OG STEFNUR
Hér hefur verið sýnt fram á að engir þjóðflutningar eru á milli brauta og meirihluti
þeirra sem flytja sig hefur lokið frekar fáum einingum á sinni fyrstu braut. Ekki
virðist við fyrstu sýn vera neitt áberandi mynstur í þeim flutningum sem þó eru. En
slíkt mynstur gæti þó komið í ljós. Bóknám hefur um langt skeið styrkt hlut sinn á
framhaldsskólastiginu og þeir sem geta virðast í ríkum mæli hafa valið slíkt nám
(Jón Torfi Jónasson 1992a). Þetta kemur heim við það sem hér hefur komið fram um
val nemenda við upphaf framhaldsskóla og hefur stundum verið áhyggjuefni
þeirra sem velta skólamálum fyrir sér eins og fram hefur komið í umræðu um end-
urbætur á skólakerfinu.14
Tafla 3 Flutningar af fyrstu námsbraut
Flutningur Iðnnám Annað starfsnám Stúdents- nám Allir
Aldrei flutt 394 78% 14,0% 80 82% 2,8% 2.341 84% 83,2% 2.815 83% 100,0%
Flutt 108 22% 18,6% 17 18% 2,9% 457 16% 78,5% 582 17% 100,0%
Allir 502 100% 14,8% 97 100% 2,9% 2.798 100% 82,4% 3.397 100% 100,0%
X2- 8,06, p < 0,02
14 Sjá m.a. umfjöllun Matthíasar Jónassonar (1949) um þetta efni og áhyggjur hans speglast greinilega í áliti
Jóhanns S. Hannessonar um stofnun nýs framhaldsskóla (Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur 1971). Þetta er einnig
rætt berum orðum í skýrslu Iðnfræðslulaganefndar 1975 (Menntamálaráðuneytið 1975:19) og hjá Jóni Torfa Jónas-
syni (1990). Sjá einnig B.A.-ritgerð Sóleyjar Stefánsdóttur (1994), þar sem meðal annars er rætt um þetta mál.
71