Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 62

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 62
„SVONA GERUM VIÐ HLUTINA HÉRI" ______________________________ „STERK" STOFNANAMENNING Fram hefur komið að stofnanafræðingar hafa fyrst og fremst áhuga á því að skilja uppbyggingu og eðli stofnana til að hægt sé að leggja drög að því að stjórna þeim á sem skilvirkastan hátt. Hugtakið stofnanamenning er liður í þeirri viðleitni og margar leiðir eru færar til að greina og flokka mismunandi gerðir af stofnanamenn- ingu (sjá t.d. Schein 1986:85-111). Það má t.d. hugsa sér að flokka stofnanamenn- ingu eftir því hvort hún einkennist af mannlegri umhyggju eða vélrænum afköst- um, hvort hún er krefjandi eða hvort hún einkennist af sinnuleysi. Onnur flokkun á stofnanamenningu er einnig möguleg, eins og t.d. hvort menningin er veik eða sterk (Deal og Kennedy 1982:3-20). Veik stofnanamenning einkennist af ósamhentum vinnubrögðum; starfsfólk veit ekki með vissu hvað það á að gera og hvaða væntingar eru gerðar til þess. Markmið stofnunarinnar eru því ekki ljós og starfsfólkið helgar sig ekki þeim gild- um sem eru nauðsynleg fyrir samvirka vinnu í stofnuninni. Sterk stofnanamenning ber aftur á móti einkenni samheldni, allir vita til hvers er ætlast, fólk veit hvað það á að gera og það helgar sig ákveðnu gildismati er leiðir til samstæðra vinnubragða (Deal og Kennedy 1982:3-20). Það segir sig sjálft að sterk stofnanamenning er það sem flestir vilja stefna að en þá skiptir líka verulegu máli að vinnulagið sjálft sé með „réttum" formerkjum. Hægt er að byggja upp sterka samstæða stofnanamenningu þar sem áherslurnar eru eigi að síður rangar. Það má t.d. hugsa sér að menning í skóla sé mjög sterk en kennsluaðferðirnar sem stuðst er við séu úreltar og lítt til þess fallnar að stuðla að námi hjá nemendum. Menningin í ýmsum stofnunum Þýskalands á tímum Hitlers var t.d. mjög sterk en ekki getum við sagt að þau verkefni hafi verið rétt sem þar var unnið að. I umfjölluninni hér að framan var minnst á kanadíska fræðimanninn Fullan (1982), en hann leggur áherslu á að lykillinn að árangursríku breytingastarfi sé að einbeita sér að menningu hverrar stofnunar með þeim hætti að þróa og breyta hlut- verkum þeirra sem í stofnuninni starfa. í stofnun, þar sem hlutverk eru mótuð og stofnanamenningin sterk, má ætla að það sé að mörgu leyti erfiðara að vinna að breytingum en þar sem stofnanamenningin er veik, þótt vafalaust sé það erfitt í báð- um tilvikum. Jafnframt má draga þá ályktun að erfiðara sé að breyta menningu í gamalli og gróinni stofnun en stofnun sem er ný og ómótuð. Það skiptir máli hvern- ig breytingastarf er hugsað, hvernig hvert skref er stigið í takt við ríkjandi aðstæður. Galdurinn við stjórnun felst því bæði í að stuðla að sterkri stofnanamenningu og að gera rétta hluti á réttan hátt. SKÓLAMENNING - STJÓRNUN, GÆÐI Velgengni japanskra fyrirtækja hefur verið rakin til þeirrar stofnanamenningar sem þar hefur verið byggð upp og Ouchi fellir undir „kenningu Z" sem kynnt var hér að framan. I þeirri umfjöllun er Ouchi í rauninni að lýsa því sem nú á dögum gengur undir nafninu gæðastjórnun en sú aðferð felst í því að byggja upp sterka stofnana- menningu - menningu sem lýsir sér í því hvernig á að gera rétta hluti á réttan hátt. 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.