Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 43

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 43
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR Tafla 6 sýnir einnig að mikil samsvörun er á milli flokkunar barnanna í kvenna- og karlastörf annars vegar og hugmynda þeirra um hæfileg laun fyrir viðkomandi störf hins vegar. „Kvennastörfin" í heild eru metin lægst til launa, síðan „ókyn- bundnu" störfin og „karlastörfin" hæst. Misræmi á milli kynjaflokkunar og launa kemur einkum fram varðandi það að þvo gólf í skóla og afgreiða í búð, sem að mati barnanna á að greiða minna fyrir en röðun þeirra á kynjaskalanum bendir til. Varð- andi ókynbundnu störfin telja börnin að ekki eigi að greiða jafn há Iaun fyrir störf í frystihúsum og röðunin gefur til kynna, hinsvegar eigi að launa forsetann betur en þessi flokkun segir til um. Ef karlastörfin eru skoðuð að þessu leyti er mesta mis- ræmið hjá bankastjórum, sem stúlkur vilja launa best þó að það sé sjötta í röðinni meðal karlmannlegra starfa. Drengir telja að það eigi að launa þá menn best sem eru í slökkviliðinu, en það starf setja þeir í þriðja sætið sem karlmannlegt starf. Almennt telja stúlkur að greiða eigi lægri laun fyrir störfin en drengir, meðaltalsgildin eru aðeins lægri hjá þeim en drengjum. Undantekningar frá þessu eru hárgreiðslustarf- ið, forsetinn, lögreglan og bankastjórastarfið. Þessar niðurstöður sýna að mat barna á eðlilegum launum stjórnast af fleiru en kynferði, en sú breyta virðist þó skýra ótrúlega mikið varðandi hugmyndir barna um hæfileg laun fyrir störf á vinnumarkaði. En hvað með markmið þróunarverkefnisins? Tókst það ætlunarverk að hafa áhrif á viðhorf barnanna til launaðra starfa? I Töflu 6 er byggt á meðaltölum úr öll- um mælingum svo ekki er hægt að sjá hvort breyting verður frá upphafi til loka at- hugunar. í Töflu 7 er samanburður á mati tilraunahópanna og samanburðarhópsins á því hverjir geta unnið hvaða störf og hvaða laun séu hæfileg fyrir þau í upphafi og við lok þróunarverkefnisins. Ef litið er á flokkun starfanna í Töflu 7 má sjá að í upphafi athugunar flokkar samanburðarhópurinn fóstrustarfið marktækt hærra sem kvennastarf, en við lok athugunar í maí 1992 er munurinn horfinn. Breytingin er í þá átt að tilraunahóparn- ir telja starfið frekar kvennastarf í lokin en í upphafi en samanburðarhópur síður. Hóparnir eru því líkari í lokin en í byrjun. Þá kemur fram marktækur munur á til- raunahópi og samanburðarhópi við lok athugunar varðandi mat þeirra á gjaldkera- starfinu, sem er frekar kvennastarf að mati tilraunahópsins en hins. Þessi atriði benda til að börnin í tilraunahópnum hafi lært að gjaldkerastarfið sé í reynd meira kvennastarf en samanburðarhópurinn telur og að fóstrustarfið sé meira kvenna- starf en þau töldu sjálf árið áður. Þau virðast því hafa lært hvernig raunveruleikinn er fremur en það að bæði kynin geti gengið jafnt í öll störf, eins og markmiðið var. Ekki kemur sambærileg breyting fram hjá samanburðarhópnum á milli ára varð- andi fóstrustarfið. Engin viðhorfsbreyting er mælanleg á milli ára varðandi flokkun á hinum störfunum 16 í kvenna- eða karlastörf. Mat barnanna á vægi starfa með tilliti til launa tekur meiri breytingum, og þær eru meiri hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum. Ef fyrst er litið á meðaltals- gildin fyrir hvern flokk starfa og bornir saman tilraunahópur og samanburðarhóp- ur, þá er lítill munur á mati barnanna á hæfilegum launum, bæði í upphafi athug- unarinnar, nema helst varðandi ókynbundnu störfin, og í lokin. A milli áranna helst matið á karlastörfunum svipað, matið á hinum lækkar hjá báðum hópum en mun 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.