Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 32
„STRÁKAR OG STELPUR í TAKT VIÐ TÍMANN" Mat á skólastarfi er nú mikið rætt bæði hér á íslandi og erlendis. Skólar og fræðslu- yfirvöld vilja gjarnan vita hvort markmið skólastarfs nást. Hugtök eins og alhliða gæðastjórnun heyrast æ oftar um stjórnun skólastarfs, eins og um hvert annað fyrir- tæki sé að ræða (Murgatroyd og Morgan 1992). Stundum virðist sem áhersla á mat og gæði sé í andstöðu við þá áherslu á jafnrétti og jafngildi allra barna sem hefur verið grunnstef skyldunámsskólans víðast hvar, en auðvitað þarf slíkt alls ekki að vera (Schaefer 1990). Jöfn staða kynja í skólum er viðfangsefni sem einnig er mikið rætt, bæði hér og erlendis, og má í því sambandi nefna nýlega stefnumörkun frá menntamálaráðuneytinu (Menntamálaráðuneytið 1990) og samnorrænt þróunar- verkefni um jafnrétti kynjanna í menntun kennara, svokallað Nord-Lilia verkefni, sem íslendingar eiga myndarlega aðild að (Arnesen 1994). Með stofnun Þróunar- sjóðs grunnskóla árið 1989 opnaðist mikilvægur farvegur fyrir nýbreytnistarf í grunnskólum. Sem fulltrúa Háskóla íslands í úthlutunarnefnd sjóðsins 1989-1991 var mér ljóst hve mikilvægu hlutverki sjóðurinn gegnir en jafnframt að gagnrýnið mat á þeim verkefnum sem styrkt eru er forsenda þess að ljóst sé hvað er til eftir- breytni þannig að verkefnin leiði til skólaþróunar. Bæði virðist skorta fé í slíkt mat og að nægileg áhersla sé lögð á að niðurstöður verkefna séu birtar öðrum til upplýs- ingar. Þó að mat á þróunarverkefnum þjóni sérhæfðari tilgangi en mat á skólastarfi yfirleitt, þá má segja að svipuð matsvandamál og svipaðar grundvallarspurningar komi upp. Grein þessi er lýsing höfundar á mati á þróunarverkefni um stöðu kynjanna sem unnið var að í einum grunnskóla landsins. Henni er m.a. ætlað að varpa Ijósi á vandann við mat á þróunarverkefnum, ekki síst á því sviði sem hér um ræðir. í framhaldi af sérstöku átaki um jafnrétti í skólastarfi á Reykjanesi skipulögðu kenn- arar í Myllubakkaskóla í Keflavík þróunarverkefnið „Strákar og stelpur í takt við tímann" í janúar 1991.1 Framkvæmdanefnd um jafna stöðu kynja í skólum2 hafði fylgst með tilurð verkefnisins og það varð að ráði að höfundur þessarar greinar tæki þátt í að meta áhrif þess. Verkefnið vakti áhuga minn af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi er viðfangsefnið nátengt kennslu minni og rannsóknum við Háskólann um menntun og kynferði. Þá tel ég mikilvægt að koma á umræðu um mat á þróunar- verkefnum. Síðast en ekki síst var það kærkomið tækifæri að fylgjast með ný- breytnistarfi um jafnrétti kynjanna í þessum tiltekna skóla sem höfundur gekk sjálf í sem barn. Þróunarverkefnið „Strákar og stelpur í takt við tímann" var unnið í Myllu- bakkaskóla í Keflavík frá því í janúar 1991 fram til vors 1992. Það var um margt áhugaverð tilraun til að fá nemendur, kennara og foreldra til að taka markvisst á málefnum sem snerta jafnstöðu kynjanna. Verkefnið er að hluta til byggt á norskri fyrirmynd, eða verkefninu „Likestilling i 1.-3. klasse i grunnskolen", sem náði til 14 bekkjardeilda 7-9 ára barna í Hörðalandsfylki í Noregi (Ve 1991). Ráðist var í það verkefni eftir að Ijóst var að lokinni athugun á 1100 norskum börnum í 5.-8. bekk 1 Þeir kennarar sem stóðu að verkefninu voru þau Auður Harðardóttir, Elísabet Jensdóttir, Einvarður Jóhanns- son, Ingibjörg Ólafsdóttir og Halifríður Benediktsdóttir. Seinna árið sem verkefnið stóð yfir (1991-1992) hafði sú síðastnefnda tekið við bekk Ingibjargar Ólafsdóttur. 2 1 framkvæmdanefndinni voru Sigríður Jónsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.