Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 76

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 76
SKIPT UM SKOÐUN Þeir nemendur, sem eiga auðveldast með nám, fara á stúdentsbrautirnar, en veik- asti bóknámshópurinn, af þeim sem fara í skóla, fer á iðnnámsbrautirnar.16 Ef þau síunaráhrif, sem þarna má greina, eru mjög sterk þá mætti búast við að einhverjir þeirra, sem hentaði bóknám, endurskoðuðu fyrirætlan sína og flyttu sig af starfs- námsbraut á bóknámsbraut. Samkvæmt því ætti sterkasti bóknámshópurinn að flytja sig af starfsnámsbrautunum á bóknámsbrautirnar. Hér hafa þá verið settar fram tvær gagnstæðar spár um hvaða hópar séu líklegir til að flytja sig af starfs- námsbrautunum tveimur. Þess vegna er ekki Ijóst hvers má vænta um samband flutnings og námsbrauta í greiningu einkunna á samræmdum prófum. Þótt heildar- niðurstöður sýni ekki mun á einkunnum þeirra sem flytja sig og þeirra sem ekki gera það kemur í ljós að sterk samvirkni er á milli flutnings og námsbrauta. Hún skýrist af því að þeir sem hafa sterkan bakgrunn virðast að öðru jöfnu flytja sig af starfsnámsbrautunum, en þessu er öfugt farið með stúdentsbrautirnar. Þess vegna virðist frammistaða á samræmdum prófum spá nokkuð vel fyrir um líkurnar á flutningi, þannig að síun inn á bóknámsbrautirnar heldur áfram inni í framhalds- skólanum. Nú mætti halda að námslok gætu komið hér við sögu, það er að segja að þeir flyttu sig frekar af starfsnámsbrautunum sem hefðu lokið þeim en síður af stú- dentsbrautunum, því stúdentarnir leituðu frekar í nám á háskólastigi en í annað nám í framhaldsskóla. En þessari tilgátu verður að hafna þar sem hvorki er sam- virkni á milli námsloka og flutnings né samvirkni á milli námsloka, flutnings og námsbrauta (sjá Töflu 4). Það hefur komið skýrt fram að langflestir nemendur velja bóknámsbrautir í framhaldsskóla og eins og vænta mátti velja þeir frekar þetta nám sem eiga tiltölulega auðvelt með það. Þetta kemur varla á óvart. Hitt vekur frekar at- hygli að þessi sía inn í bóknámið heldur áfram eftir að nám í framhaldsskóla er hafið. FLUTNINGUR ÚR ÓLÍKUM SKÓLUM Eins og fram kom í upphafi greinarinnar var eitt markmiða fjölbrautaskólanna að nemendur ættu auðvelt með að flytja sig á milli brauta. Þetta virðist hafa náð fram að ganga. Af Töflu 5 virðist sem nemendur fjölbrautaskólanna flytji sig frekar en nemendur annarra skóla, hvort sem litið er á bóknámið (að öðru jöfnu stúdents- brautir) eða iðnnámið. Hlutföllin í flokknum „annað starfsnám" eru svipuð, en þar eru hóparnir litlir og samanburður að flestu leyti óraunhæfur. I ljósi þess, sem að framan hefur verið rakið um tengsl einkunna og flutnings, er vert að skoða samband einkunna, brauta og flutnings. Þetta er gert á Mynd 3, sem sýnir hlutfall nemenda sem flytur sig þegar þeim hefur verið skipt í hópa eftir einkunnum þeirra á samræmdum prófum grunnskóla. Súlurnar sýna fjóra stærstu flokkana í Töflu 5 og auk þess meðaltal fyrir hvern hóp. Mynd 3 (súlan: Alls) sýnir að flutningur er hlutfallslega mestur í hópi nemenda sem hafa einkunnir á bilinu 4-5. Myndin sýnir einnig svo að ekki verður um villst að munur á fjölbrautaskólum og iðnskólum kemur fram í öllum einkunnaflokkum og staðfestir að sterkt bóknáms- fólk flytur sig í talsverðum mæli af iðnbrautunum, ekki síst í fjölbrautaskólunum. 16 Það ber að hafa hugfast að hér er alltaf vísað í meðaltöl fyrir hópa, en dreifing einkunna er mikil í öllum hópum. 74 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.