Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 18
MALÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKOLAGONGU:
og sögusviðið staðsett í tíma og rúmi. Hin eiginlega saga hefst á því að eitthvað gerist
sem kallar á viðbrögð sögupersóna og ýtir úr vör atburðarás eða söguþræði. í froska-
sögunni er þessi upphafsatburður hvarf frosksins. Söguþráðurinn felur í sér atlögur
sögupersóna að lausn vandans sem upphafsatburðurinn skapar. í froskasögunni er
það leitin að froskinum sem myndar söguþráðinn og fléttar saman öll ævintýri sögu-
persónanna. í sögulok finnst froskur í froskasögunni og vandinn sem skapaðist þegar
hann hvarf leysist - eins og gerist í öðrum góðum sögum.
Til þess að meta að hve miklu leyti sögur barnanna í úrtakinu innihéldu helstu
efnisþætti froskasögunnar voru hverri þeirra gefin stig samkvæmt eftirfarandi
reglum:
Sviðsetning eða kynning (0-2 stig)
0 stig: Engin kynning - hvorki sögupersónur, tími né staðsetning
1 stig: Einhverjar sögupersónur kynntar, eða vísir að kynningu, en ekki full-
nægjandi
2 stig: Helstu sögupersónur (strákur, hundur, froskur) kynntar og sagan stað-
sett í tíma (og rúmi)
Upphafsatburður (0-2 stig)
0 stig: Ekki minnst á froskhvarf
1 stig: Froskurinn fer (lýsing á því sem beinlínis sést á mynd)
2 stig: Froskurinn fer og drengurinn uppgötvar hvarfið
Söguþráður: (0-3 stig)
0 stig: Ekkert minnst á leit að froski
1 stig: Einu sinni minnst á leit
2 stig: Leit nefnd oftar, en er ekki rauður þráður í gegnum alla söguna
3 stig: Leitin að froskinum er rauður þráður í gegnum alla söguna
Sögulok: (0-2 stig)
0 stig: Ekkert minnst á að froskur finnist í lokin
1 stig: Froskur finnst - ekki tengdur við hvarfið í upphafi sögunnar (lýsing á
því sem beinlínis sést á myndinni)
2 stig: Froskur finnst og froskfundurinn er tengdur við hvarfið í upphafi
2. Greining á samloðunaraðferðum
Til þess að frásögn (eða önnur orðræðugerð í samfelldu máli) standi undir nafni
þurfa einingarnar, sem hún er samsett úr, að loða saman og mynda merkingarlega
heild fyrir hlustandann (lesandann ef um ritað mál er að ræða). Samloðun texta á
borð við frásögn er tryggð með ýmsum aðferðum, þar á meðal málfræðilegum vísun-
um (t.d. notkun greinis og persónufornafna sem vísa fram eða til baka í textanum og
binda þannig saman setningar), markvissu orðavali (samheitum, undir-/yfirhugtök-
um o.s.frv.) og tenglum (aðallega samtengingum) sem tengja saman orð, setningar og
textahluta (sjá t.d. Þórunn Blöndal, 1999).
16