Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 47

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 47
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR með þroskahömlun fá. Er það til dæmis fyrst og fremst lengri tími og meiri kennsla eða í eðli sínu af öðrum toga en almenn kennsla? í rannsókn Reykjavíkurborgar sem áður er getið (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000) kom fram að af þeim nemendum sem voru í sérkennslu fengu 95-99% sérkennslu í íslensku og stærðfræði. Margir þeirra nemenda sem þurftu aðstoð við annað, svo sem að öðlast betri skilning á námsefni eða til að bæta samskipti sín í nemendahópnum fengu einungis stuðningskennslu í lestri og stærðfræði. Framkvæmdin virðist því ráðast af ýmsu öðru en sérkennsluþörf nemenda. Ein af ástæðunum kann að vera að þegar brýn þörf er á viðbótarstuðningi eru tiltækar bjargir skólans nýttar í margvís- legum öðrum tilgangi en upphaflega var áætlað. Þessi leið er auðveldari fyrir skól- ann en að stofna til nýrrar þjónustu en hún kemur ekki eins vel til móts við þarfir nemenda. Að því er varðar vinnubrögð skóla við að hvetja nemendur til félagslegra sam- skipta sýndi rannsókn Kristínar Aðalsteinsdóttur (2000) að möguleikar skóla til að sinna þessum þætti virðast ráðast meira af færni kennara og skólabrag en stærð skóla eða staðsetningu. í sömu rannsókn kom fram að kennarar sem sýndu afburða hæfni (55% þátttakenda) hvað varðar samskipti, val á kennsluaðferðum og agastjórnun skipulögðu nám nemenda með sérþarfir af kostgæfni. Fá gögn eru þó til um hvaða kröfur starfsmenn gera til nemendanna námslega og félagslega. Eru nemendur t.d. hvattir til frumkvæðis og samvinnu í námi eða til innbyrðis félagslegra kynna? Hvernig er samskiptum þeirra háttað og hvernig tekur skólinn á einelti? Takmörkuð aðgengileg gögn eru til um vinnubrögð starfsmanna í sérskólum grunnskóla. Tvær námsritgerðir eru þó hér til stuðnings, eftir Jóhönnu G. Kristjáns- dóttur (1988) sem fjallar um námskrárgerð í sérskóla og Jónu S. Valbergsdóttur (1999) sem fjallar um námsmat nemenda með miklar sérþarfir í almennum grunnskólum og í sérskólum. Upplýsingar skortir meðal annars um að hvaða marki og hvernig kennsluhættir í sérskólum greina sig frá kennsluháttum í almennum grunnskólum, ef þeir gera það. Könnun í sérdeildum í fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu leiddi í Ijós að nemendur þeirra eru að mestu utan við náms- og félagslegt samfélag annarra nemenda. Allir skólarnir lögðu áherslu með einhverjum hætti á undirbúning undir störf að skóla loknum en gert var ráð fyrir að flestir færu á verndaða vinnustaði. Getuminni nemendur voru búnir undir að flytjast á sambýli og aðrir fengu ekki und- irbúning undir framtíðarbúsetu (Kristín Björnsdóttir, 2002). Vísbendingar eru um að þegar út í lífið er komið einkennist samskipti þroska- heftra við samferðamenn af því að þeim þyki erfitt að finna félaga, hvað þá góða vini (Rannveig Traustadóttir, 1993) eða að þau afmarkist við þröngan hóp (Sigríður Bjarnadóttir, 1999). Tjáskiptaörðugleikar, veik sjálfsmynd, skortur á reynslu og tak- markað sjálfstæði geri þeim erfitt fyrir og skerði samskipti þeirra og tengsl við ann- að fólk. Þetta er vísbending um að mat framhaldsskóla á möguleikum nemenda með þroskahömlun til að læra til starfs og sjálfstæðrar búsetu sé lágt og væntingar til þeirra í námi jafnframt litlar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.