Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 42
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI?
3. FRAMKVÆMD FRÁ HENDI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA
Framkvæmd laga að því er leik- og grunnskóla varðar er í höndum sveitarfélaga og
einstakra skóla (Lög um grunnskóla, 1995; Lög um leikskóla, 1994), félagsmálaráðu-
neytis í krafti reglna fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga (2002) og sveitarfélaga sem setja
sínar eigin reglur (sjá t.d. Sigrún Magnúsdóttir o.fl., 2002). Framhaldsskólar eru hins
vegar reknir af ríkinu en njóta umtalsverðs sjálfstæðis í ákvörðunum um málefni sín
(Lög um framhaldsskóla, 1996).
Fjármögnun
Tilhögun fjármögnunar á sérkennslu hefur umtalsverð áhrif á þau skólatilboð sem
fötluðum eru boðin (Meijer, 1999). Hérlendis er skipting fjár í höndum einstakra
framhaldsskóla en einstakra sveitarfélaga að því er varðar leik- og grunnskóla. Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga styður sveitarfélög vegna fatlaðra nemenda sem mundu að
öðrum kosti íþyngja fjárhag þeirra um of. Ekki er þó Ijóst hvernig eða að hvaða marki
þessi fjárframlög eru nýtt þessum einstaklingum til hagsbóta. Reykjavíkurborg hefur
sett sér stefnu að því er varðar fjármögnun, þar sem almennir grunnskólar skulu einir
eða í samvinnu ákveða skiptingu fjár til kennslu fatlaðra nemenda sinna (Sigrún
Magnúsdóttir o.fl., 2002). Mikilvægt er að kanna hvaða áhrif núverandi form fjárveit-
inga til skóla hefur á menntun nemenda með þroskahömlun.
Mat á skólastarfi
Lítið er vitað um árangur skólastarfs að því er varðar nemendur með þroskahömlun
eða hvernig sjálfsmati og utanaðkomandi mati á starfi skólanna er háttað (sjá fyrir-
mæli um innra mat í Aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 1999).
Frá því að rekstur grunnskóla fluttist frá ríkinu til sveitarfélaga árið 1996 hefur ekki
verið gerð rannsókn, sem tekur yfir landið allt, um framkvæmd eða skipulag kennslu
nemenda með þroskahömlun eða annarra nemenda með sérkennsluþarfir. Þekking á
því hvernig einstök sveitarfélög eða einstakir skólar mæta þessum nemendum og
hvernig starfið er metið er því takmörkuð (sjá þó matsskýrslur Rannsóknarstofnun-
ar Kennaraháskóla íslands um einstaka skóla). í rannsókn Regínu Höskuldsdóttur
(1993) á sérkennslu á Suðurlandi kom fram að grunnskólakennarar töldu að sér-
kennslan skilaði sér einungis í 38% tilvika í bættum námsárangri nemenda. Slíkt hlut-
fall væri í flestum tilvikum óásættanlegt ef það væri tekið alvarlega sem afrakstur
faglegrar vinnu. Spyrja má hvort mat á árangri sérkennslu með þroskahömluðum
nemendum sýndi betri niðurstöðu, ef framkvæmt væri.
Sérfræðiþjónusta
Utanaðkomandi stuðningur við starf skóla með fatlaða nemendur er talinn ein af
nauðsynlegum forsendum fyrir farsælu starfi þeirra (sjá t.d. Booth, 2000, bls. 27;
UNESCO, 1994). Slíkur stuðningur getur verið í formi sálfræðiþjónustu eða kennslu-
fræðilegrar ráðgjafar. Nú er öllum sveitarfélögum sem standa að rekstri leik- og
grunnskóla skylt að sjá skólunum fyrir sérfræðiþjónustu annað hvort með því að reka
40