Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 14
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU: 1992), var markmiðið að kanna hvernig sögubygging og samloðun þróaðist í sögum hjá íslenskum börnum.1 Vegna þess hve söguefni og aðstæður ráða miklu um gæði frásagna barna fengu allir sömu kveikjuna til sögugerðar, myndabókina Frog where are you? (Mayer, 1969). Rannsóknin náði til tíu einstaklinga í hverjum aldurshópi og gaf því ekki tilefni til víðtækra alhæfinga. Niðurstöður sýndu engu að síður ótvíræð sameiginleg einkenni á frásagnarhæfni innan hvers aldursflokks og ennfremur mark- tæka þróun á þessu tímabili. Þriggja ára börnin gátu ekki sagt froskasöguna í sam- felldu máli, en níu ára börnin náðu nær öll að búa froskasöguna í hefðbundið sögu- form. Stærst var bilið á milli fimm og sjö ára barnanna - þar varð tölfræðilega mark- tækt framfarastökk á öllu í senn: fjölda söguþátta sem sögur barnanna innihéldu, lengd frásagnanna mældri í fjölda setninga, og fjölda og fjölbreytileika samloðunar- tengja milli setninga. Hér á eftir verða þessum niðurstöðum gerð nokkuð ítarleg skil, enda voru þær notaðar sem viðmiðun í rannsókninni sem greinin fjallar um. Þriggja og fimm ára börnin sögðu ekki eiginlega sögu heldur lýstu því sem fyrir augu bar á myndunum í bókinni. Þriggja ára börnin létu sum nægja að benda á ein- staka persónur eða hluti og nefna þá eða lýsa í stuttum og að mestu ótengdum setn- ingum. Ekkert fimm ára barnanna tíu sagði heldur eiginlega sögu. Flest þeirra nefndu þó einhverja efnisþætti froskasögunnar en náðu ekki að segja sögu með heildstæðri byggingu sem skiljanleg væri hlustanda sem ekki hefði bókina fyrir framan sig. Mikilvæg nýjung í textum þeirra var tímaröðunin: Þriggja ára börnin sögðu öll söguna í tímalausri nútíð, og tengdu setningar annaðhvort alls ekki saman eða notuðu tenginguna „og" eða staðaratviksorð (hérna..., parna..., pessi...) á mörkum setn- inga, en fimm ára börnin sögðu í sívaxandi mæli frá í þátíð og tengdu setningar með einföldum tímatengingum (og svo..., og svo..., og síöan...). Eins og áður var vikið að, hafði orðið stökkbreyting þegar kom að sjö ára börnun- um. Hið dæmigerða sjö ára barn sagði sögu í þátíð með skýrri tímalínu og skipulagi þar sem flestir - en sjaldan alveg allir - efnisþættir sögubyggingarinnar voru á sínum stað. Samloðun var enn ábótavant. Til dæmis var oft óljóst til hvaða persónu fornöfn vísuðu og einfaldar aðal- og raðtengingar á milli setninga voru ofnotaðar. Froskasög- ur sjö ára barnanna mynduðu því ekki alveg samfellda heild og voru ekki að fullu skiljanlegar þeim sem ekki þekkti efnið fyrir eða hafði myndirnar fyrir framan sig. Níu ára börnin í úrtakinu sögðu hins vegar öll hefðbundna sögu með heildstæðri byggingu. Kynning á persónum og sviðsetning sögunnar í upphafi var fullnægjandi og söguþráður hélt saman allir sögunni. í sögulok var froskfundurinn í lok mynda- bókarinnar tengdur við froskhvarfið sem hrinti atburðarásinni af stað í upphafi henn- ar. Tilvísun fornafna var skýr, og þó sögumenn ofnotuðu enn einfaldar raðtengingar (og svo..., og síðan...) var þeim farið að fækka frá því sem var í yngri aldurshópunum og níu ára börnin beittu auk þess mun fjölbreyttari aukasetningum og samloðunar- tengjum en börnin í yngri aldurshópunum. Ekkert níu ára barnanna komst þó í hálf- kvisti við fullorðnu sögumennina í neinu tilliti. 1 Rannsóknin var jafnframt liður í stærri samanburðarrannsókn með þátttöku margra landa sem stjórnað var af Ruth Berman og Dan Slobin (sjá Berman og Slobin, 1994). 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.