Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 14
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU:
1992), var markmiðið að kanna hvernig sögubygging og samloðun þróaðist í sögum
hjá íslenskum börnum.1 Vegna þess hve söguefni og aðstæður ráða miklu um gæði
frásagna barna fengu allir sömu kveikjuna til sögugerðar, myndabókina Frog where
are you? (Mayer, 1969). Rannsóknin náði til tíu einstaklinga í hverjum aldurshópi og
gaf því ekki tilefni til víðtækra alhæfinga. Niðurstöður sýndu engu að síður ótvíræð
sameiginleg einkenni á frásagnarhæfni innan hvers aldursflokks og ennfremur mark-
tæka þróun á þessu tímabili. Þriggja ára börnin gátu ekki sagt froskasöguna í sam-
felldu máli, en níu ára börnin náðu nær öll að búa froskasöguna í hefðbundið sögu-
form. Stærst var bilið á milli fimm og sjö ára barnanna - þar varð tölfræðilega mark-
tækt framfarastökk á öllu í senn: fjölda söguþátta sem sögur barnanna innihéldu,
lengd frásagnanna mældri í fjölda setninga, og fjölda og fjölbreytileika samloðunar-
tengja milli setninga. Hér á eftir verða þessum niðurstöðum gerð nokkuð ítarleg skil,
enda voru þær notaðar sem viðmiðun í rannsókninni sem greinin fjallar um.
Þriggja og fimm ára börnin sögðu ekki eiginlega sögu heldur lýstu því sem fyrir
augu bar á myndunum í bókinni. Þriggja ára börnin létu sum nægja að benda á ein-
staka persónur eða hluti og nefna þá eða lýsa í stuttum og að mestu ótengdum setn-
ingum.
Ekkert fimm ára barnanna tíu sagði heldur eiginlega sögu. Flest þeirra nefndu þó
einhverja efnisþætti froskasögunnar en náðu ekki að segja sögu með heildstæðri
byggingu sem skiljanleg væri hlustanda sem ekki hefði bókina fyrir framan sig.
Mikilvæg nýjung í textum þeirra var tímaröðunin: Þriggja ára börnin sögðu öll
söguna í tímalausri nútíð, og tengdu setningar annaðhvort alls ekki saman eða
notuðu tenginguna „og" eða staðaratviksorð (hérna..., parna..., pessi...) á mörkum setn-
inga, en fimm ára börnin sögðu í sívaxandi mæli frá í þátíð og tengdu setningar með
einföldum tímatengingum (og svo..., og svo..., og síöan...).
Eins og áður var vikið að, hafði orðið stökkbreyting þegar kom að sjö ára börnun-
um. Hið dæmigerða sjö ára barn sagði sögu í þátíð með skýrri tímalínu og skipulagi
þar sem flestir - en sjaldan alveg allir - efnisþættir sögubyggingarinnar voru á sínum
stað. Samloðun var enn ábótavant. Til dæmis var oft óljóst til hvaða persónu fornöfn
vísuðu og einfaldar aðal- og raðtengingar á milli setninga voru ofnotaðar. Froskasög-
ur sjö ára barnanna mynduðu því ekki alveg samfellda heild og voru ekki að fullu
skiljanlegar þeim sem ekki þekkti efnið fyrir eða hafði myndirnar fyrir framan sig.
Níu ára börnin í úrtakinu sögðu hins vegar öll hefðbundna sögu með heildstæðri
byggingu. Kynning á persónum og sviðsetning sögunnar í upphafi var fullnægjandi
og söguþráður hélt saman allir sögunni. í sögulok var froskfundurinn í lok mynda-
bókarinnar tengdur við froskhvarfið sem hrinti atburðarásinni af stað í upphafi henn-
ar. Tilvísun fornafna var skýr, og þó sögumenn ofnotuðu enn einfaldar raðtengingar
(og svo..., og síðan...) var þeim farið að fækka frá því sem var í yngri aldurshópunum
og níu ára börnin beittu auk þess mun fjölbreyttari aukasetningum og samloðunar-
tengjum en börnin í yngri aldurshópunum. Ekkert níu ára barnanna komst þó í hálf-
kvisti við fullorðnu sögumennina í neinu tilliti.
1 Rannsóknin var jafnframt liður í stærri samanburðarrannsókn með þátttöku margra landa sem
stjórnað var af Ruth Berman og Dan Slobin (sjá Berman og Slobin, 1994).
12