Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 177

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 177
GUNNAR E. FINNBOGASON félagsins og sagt að þau eigi að endurspeglast í öllu skólastarfi og samskiptum ein- staklinga. Einnig er þar undirstrikað að öll umfjöllun um siðferðileg gildi og forsend- ur þeirra eigi heima í öllum námsgreinum skólans. Ekki er alltaf auðvelt að aðgreina eða flokka gildi í tiltekinn flokk því þau geta stutt hvert annað, en þau geta einnig tekist á og leitt til gildaárekstra. Þegar fjármagn er ekki nægjanlegt og draga þarf úr þjónustu við nemendur geta hagsmunir hæglega tekist á. Það er ljóst að skólinn getur ekki alltaf komið til móts við þarfir nemenda og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gildi hagsmunaaðila fara ekki alltaf saman, þrátt fyrir að skólinn vilji uppfylla þarfir allra nemenda (Almén o.flv 2000). Gildi geta bæði verið skráð og óskráð á sama hátt og námskrá getur einnig hvort tveggja í senn verið sýnileg (skráð) og dulin (óskráð) (Broady, 1981). Skráðu gildin og þau óskráðu þurfa ekki alltaf að fara saman, þau geta tekist á. í námskránni (1999) kemur fram að virðing og mannúð eru mikilvæg gildi í skólastarfi og forsenda mann- gildishugsjónarinnar sem er einn af hornsteinum samfélagsins. Hins vegar getur skólinn, þar sem árangur skólastarfsins er metinn, haft tilhneigingu til að setja nem- anda, sem stendur sig ekki, til hliðar svo að skólinn komi vel út í samanburði við aðra skóla. Oft eru andstæðurnar ljósar milli sýnilegu gildanna og þeirra ósýnilegu en svo er ekki í öllum tilfellum. Það er greinilegt að með breyttu fyrirkomulagi hvað varðar stjórnun á starfi og rekstri grunnskólans hafa áherslur á siðferðileg gildi aukist. Mikilvægi siðferðilegra gilda hefur aukist samfara einhliða áherslum á hagnýt og efnahagsleg gildi í skólakerfi sem tekið hefur æ meira mót af markaðshugmyndum. GILDAGRUNNUR Gildagrunnshugtakið hefur ekki verið mikið notað í umræðunni um skólamál hér á landi. Á níunda áratug tuttugustu aldar var byrjað að nota þetta hugtak í sænskri skólamálaumræðu (Zackari og Modigh, 2000). Auðveldara er að skilja gildagrunns- fyrirbærið ef við berum gildagrunn samfélagsins saman við hús. Hugtakið vísar til grunns sem er fastur og óhagganlegur og er forsenda þess að hægt sé að reisa hús sem heldur. Grunnur húss veitir því trausta undirstöðu. í húsinu býr fólk sem mynd- ar samfélag. í þessari samfélagsgerð eru ákveðin viðmið og gildi sem endurspegla sameiginlegar leikreglur, starfsemi og samskipti einstaklinga sem í húsinu búa. Þessi sameiginlegu gildi skapa samstöðu með íbúunum og eru einkennandi fyrir þá. Þannig er þessu einnig farið með heilu samfélögin. Þennan sameiginlega gildagrunn nota síðan íbúar hússins til að gefa tilverunni merkingu, skapa sjálfsvitund og sjálfs- mynd, samkennd, virðingu, leikreglur og skipulag. Ef við hefðum áhuga á því að kanna, greina og lýsa þessum gildagrunni vakna spurningar eins og: Hvernig og hvar ættum við að bera niður? Hvaða gildi er þar að finna, hvernig er talað um hann? f skólaumræðu er mikilvægt að skilja þá hugsun sem gildagrunnurinn hvílir á og það samhengi sem hann er sprottinn upp úr. Ef gildagrunnurinn, eins og hann birtist í námskrám skólastiganna, á að hafa mótandi áhrif á starf skólanna þarf slík greining að fara fram. Þess sjást merki í skólanámskrám vissra grunnskóla að þessi vinna er 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.