Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 177
GUNNAR E. FINNBOGASON
félagsins og sagt að þau eigi að endurspeglast í öllu skólastarfi og samskiptum ein-
staklinga. Einnig er þar undirstrikað að öll umfjöllun um siðferðileg gildi og forsend-
ur þeirra eigi heima í öllum námsgreinum skólans.
Ekki er alltaf auðvelt að aðgreina eða flokka gildi í tiltekinn flokk því þau geta stutt
hvert annað, en þau geta einnig tekist á og leitt til gildaárekstra. Þegar fjármagn er
ekki nægjanlegt og draga þarf úr þjónustu við nemendur geta hagsmunir hæglega
tekist á. Það er ljóst að skólinn getur ekki alltaf komið til móts við þarfir nemenda og
því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gildi hagsmunaaðila fara ekki alltaf
saman, þrátt fyrir að skólinn vilji uppfylla þarfir allra nemenda (Almén o.flv 2000).
Gildi geta bæði verið skráð og óskráð á sama hátt og námskrá getur einnig hvort
tveggja í senn verið sýnileg (skráð) og dulin (óskráð) (Broady, 1981). Skráðu gildin og
þau óskráðu þurfa ekki alltaf að fara saman, þau geta tekist á. í námskránni (1999)
kemur fram að virðing og mannúð eru mikilvæg gildi í skólastarfi og forsenda mann-
gildishugsjónarinnar sem er einn af hornsteinum samfélagsins. Hins vegar getur
skólinn, þar sem árangur skólastarfsins er metinn, haft tilhneigingu til að setja nem-
anda, sem stendur sig ekki, til hliðar svo að skólinn komi vel út í samanburði við aðra
skóla. Oft eru andstæðurnar ljósar milli sýnilegu gildanna og þeirra ósýnilegu en svo
er ekki í öllum tilfellum. Það er greinilegt að með breyttu fyrirkomulagi hvað varðar
stjórnun á starfi og rekstri grunnskólans hafa áherslur á siðferðileg gildi aukist.
Mikilvægi siðferðilegra gilda hefur aukist samfara einhliða áherslum á hagnýt og
efnahagsleg gildi í skólakerfi sem tekið hefur æ meira mót af markaðshugmyndum.
GILDAGRUNNUR
Gildagrunnshugtakið hefur ekki verið mikið notað í umræðunni um skólamál hér á
landi. Á níunda áratug tuttugustu aldar var byrjað að nota þetta hugtak í sænskri
skólamálaumræðu (Zackari og Modigh, 2000). Auðveldara er að skilja gildagrunns-
fyrirbærið ef við berum gildagrunn samfélagsins saman við hús. Hugtakið vísar til
grunns sem er fastur og óhagganlegur og er forsenda þess að hægt sé að reisa hús
sem heldur. Grunnur húss veitir því trausta undirstöðu. í húsinu býr fólk sem mynd-
ar samfélag. í þessari samfélagsgerð eru ákveðin viðmið og gildi sem endurspegla
sameiginlegar leikreglur, starfsemi og samskipti einstaklinga sem í húsinu búa. Þessi
sameiginlegu gildi skapa samstöðu með íbúunum og eru einkennandi fyrir þá.
Þannig er þessu einnig farið með heilu samfélögin. Þennan sameiginlega gildagrunn
nota síðan íbúar hússins til að gefa tilverunni merkingu, skapa sjálfsvitund og sjálfs-
mynd, samkennd, virðingu, leikreglur og skipulag.
Ef við hefðum áhuga á því að kanna, greina og lýsa þessum gildagrunni vakna
spurningar eins og: Hvernig og hvar ættum við að bera niður? Hvaða gildi er þar að
finna, hvernig er talað um hann?
f skólaumræðu er mikilvægt að skilja þá hugsun sem gildagrunnurinn hvílir á og
það samhengi sem hann er sprottinn upp úr. Ef gildagrunnurinn, eins og hann birtist
í námskrám skólastiganna, á að hafa mótandi áhrif á starf skólanna þarf slík greining
að fara fram. Þess sjást merki í skólanámskrám vissra grunnskóla að þessi vinna er
175