Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 82
KENNARAR OG EINELTI:
vandamál og einelti er („Að verða fyrir einelti", 2001). í kennaramenntun á Norður-
löndum er yfirleitt ekki boðið upp á sérhæfða fræðslu um einelti heldur er málefnið
aðeins tekið fyrir sem hluti af ýmsum námskeiðum eða tengt málefnum eins og
félagsfærni, lýðræði og siðfræði (Fránberg, 2003).
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig kennarar hérlendis meta
eigin þekkingu og þá fræðslu og þjálfun sem þeir hafa fengið um einelti, hver viðhorf
þeirra til þessara mála eru og hvernig þeim gengur að greina og takast á við einelti.
Mikilvægt er að kanna hvernig kennarar sjálfir meta stöðu mála til að hægt sé að
móta stefnu og þróa kennslu, fræðslu og þjálfun fyrir kennara um einelti.
Birtingarmyndir, tíðni og afleiðingar eineltis
Fræðimenn hafa ekki komið sér saman um neina eina skilgreiningu á einelti en eru
þó almennt sammála um að einelti er endurtekið ofbeldi gegn sama einstaklingi, sem
feli í sér ójafnvægi og misbeitingu á valdi og vilja til að valda öðrum sársauka (Byrne,
1994; Elín Einarsdóttir og Guðmundur Ingi Leifsson, 2001; Sharp og Smith,
1994/2000). Tilfinningar þess sem verður fyrir áreitni ráða miklu um það hvort um
einelti sé að ræða; það telst einelti þegar þolandanum er farið að líða illa og hann far-
inn að beygja af (Guðjón Ólafsson, 2002).
Birtingarmyndir eineltis eru margvíslegar og hafa verið gerðar tilraunir til að
flokka einelti eftir því hvernig ofbeldi gerendur beita. Má þar nefna líkamlegt, and-
legt og munnlegt ofbeldi, sem eru algengustu aðferðirnar (Ericson, 2001; Lumsden,
2002; Sharp og Smith, 1994/2000), tilfinningalegt og kynferðislegt ofbeldi (Thomp-
son, Arora og Sharp, 2002), efnislegt ofbeldi (Heimili og skóli, 2003) og einelti byggt
á kynþáttafordómum (Harris, Petrie og Willoughby, 2002). Á síðustu árum hefur svo
bæst við ný tegund, tæknivætt ofbeldi, þar sem gerendur nota farsíma, spjallþræði á
netinu og SMS skilaboð (Roland, 2002a). Kennarar virðast síður koma auga á andlegt
ofbeldi en líkamlegt (Craig og Pepler, 1996) og líta jafnvel ekki á félagslega útskúfun
sem einelti (Boulton, 1997). Mikilvægt er að kennarar átti sig á ólíkum birtingar-
myndum eineltis því mestur hluti eineltis meðal barna og unglinga fer fram á vinnu-
tíma kennara. Talið er að 75% eineltis hjá grunnskólanemendum eigi sér stað á skóla-
tíma (Guðjón Ólafsson, 1996).
Hérlendis hafa á síðustu árum verið gerðar tvær stærri rannsóknir til að leggja mat
á tíðni eineltis. í rannsókn á vegum menntamálaráðuneytisins kom í ljós að 13,4 %
nemenda í 5. bekk sögðust hafa verið lagðir í einelti stundum eða oftar þann vetur-
inn, 6,9% barna í 7. bekk og 3,3% í 9. bekk. Um það bil 5% barnanna í þessum þremur
árgöngum sögðust hafa lagt aðra í einelti (Ragnar F. Ólafsson, Ragnar P. Ólafsson og
Júlíus K. Björnsson, 1999). Samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Olweusar-
verkefnisins höfðu 7,6% nemenda í 8.-10. bekk verið lagðir í einelti tvisvar til þrisvar
í mánuði eða oftar og um 11,5% í 4.-7. bekk. Hjá 50%-60% þolenda hafði eineltið stað-
ið í eitt ár eða lengur eða 4,5-5 % alls hópsins (Menntamálaráðuneytið, 2003). Einelti
hafði þó minnkað í þeim skólum sem tóku þátt í Olweusarverkefninu og var haustið
2003 komið niður í 7,9% í 4.-7. bekk og 4,7% í 8.-10 bekk (Gegn einelti, e.d.). Þegar
fjallað er um rannsóknir á tíðni eineltis er mikilvægt að hafa í huga að það getur verið
80