Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 91
—.. VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR
Til að kanna viðhorfin nánar voru kennararnir einnig spurðir um hvaða leiðir, af sjö
mögulegum, þeir teldu árangursríkastar til að koma í veg fyrir einelti í grunnskóla.
Eins og sjá má á mynd 2 nefndu flestir góðan skólabrag og bekkjaranda en einungis
þriðjungur eða minna aðra þætti eins og samstarf, þjálfun og fræðslu fyrir kennara
og eineltisáætlanir.
Greining og viðbrögð við einelti
Til að kanna hvernig kennurum gengur að greina og koma auga á einelti voru þeir
spurðir fimm spurninga. í ljós kom að kennararnir töldu að meðaltali að 6,9% nem-
enda verði fyrir einelti einu sinni í viku eða oftar (s/= 6,3). Rúmur helmingur kennar-
anna nefndi 5% eða lægri tölu en aðeins um tíundi hluti kennara taldi að tíðni einelt-
is væri hærri en 10%. Þegar kennararnir voru spurðir hvort þeir kæmu auga á það
einelti sem viðgengst í bekknum sem þeir kenndu kom í ljós að tæpur helmingur eða
um 43% kennaranna sögðust alltaf eða oftast koma auga á eineltið en rúmur helm-
ingur eða 57%, sagðist stundum eða sjaldnar koma auga á það einelti sem ætti sér
stað (sjá töflu 1 spurningu 29). Þegar spurt var um hvernig kennararnir fengju vit-
neskju um eineltið kom í ljós að þeir sögðust oftast hafa komið auga á það sjálfir og
næst oftast að aðrir nemendur en þolendurnir sjálfir létu þá vita en í fæstum tilfell-
um létu þolendur eineltis kennarana sína vita af því.
Kennararnir voru einnig spurðir hvort og hve oft þeir hefðu þurft að taka á einelti
í starfi sínu. Um 73,6% (+/-3,8) þeirra höfðu þurft að taka á einelti en 25,8% (+/-3,8)
sögðust aldrei hafa þurft þess. Einnig var kannað hversu oft þeir þyrftu að eiga við
einelti á hverju skólaári. Tæpur þriðjungur (29,6% +/-3,9) kvaðst aldrei þurfa að taka
á einelti og tæp 60% (+/-4,2) þeirra 1-5 sinnum á ári. Um 12% (2,8%) kennara
sögðust þurfa taka á einelti oftar en fimm sinnum á ári.
Til að kanna hvernig kennurum gengur að taka á einelti voru þeir 385 kennarar,
sem sögðust hafa þurft að taka á einelti í starfi, spurðir fjögurra spurninga um hvern-
ig þeim hafi gengið. í ljós kom að flestum kennurum fannst þeim ganga vel, eins og
fram kemur í spurningu 34 undir liðnum greining og viðbrögð í töflu 1. Þar má sjá að
aðeins 5% kennaranna finnst þeim ganga illa að taka á einelti en 62% að þeim gangi
alltaf eða oftast vel. Þrátt fyrir þetta finna kennarar í þó nokkrum mæli fyrir kvíða,
óöryggi og vanbúnaði þegar þeir þurfa að taka á einelti. í ljós kom að um fjórðungur
kennara finnur oftast eða alltaf fyrir kvíða eða óöryggi þegar þeir þurfa að takast á
við þessi mál (sjá spurningar 35 og 36 í töflu 1). Einnig kom skýrt fram, eins og sjá má
í töflu 1 spurningu 37, að meirihluta kennara fannst þeir stundum eða oftar vera van-
búnir að taka á einelti.
Einnig var kannað hverjar væru ástæður þess, að mati kennaranna, að nemendur
leituðu oft seint eða ekki til þeirra þegar einelti kæmi upp. Nefna mátti fleiri en einn
valkost og nefndu flestir kennaranna, eða um 90% (+/-1,4), að nemendur þyrðu ekki
að segja frá. Auk þess nefndu rúm 60% (+/-4,2) kennaranna að nemendur sem lagð-
ir væru í einelti skömmuðust sín. Athyglisvert er að um helmingur kennaranna
nefndi að eineltið yrði verra ef leitað væri til kennara, fjórðungur að nemendur treysti
þeim ekki og tæpur fjórðungur að aðgerðir kennara væru árangurslitlar. Til að kanna
89