Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 93
VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR Á mynd 3 má sjá að skortur á þjálfun og fræðslu er það sem kennurunum fannst helst koma í veg fyrir að þeir tækju á einelti með árangursríkum hætti. Næst oftast nefndu þeir skort á upplýsingum frá nemendum og síðan tímaskort. Færri kennarar töldu að ónóg samskipti við foreldra og vanmáttarkennd þeirra sjálfra hefði áhrif. Kennararn- ir voru einnig spurðir um hvort þeir þyrftu stuðning við að taka á eineltismálum og hvaðan sá stuðningur ætti að koma. Nærri allir kennararnir (99,2% +/-0,8) svöruðu spurningunni játandi. Þeim fannst mikilvægast að fá stuðning frá skólastjórnendum og sérfræðingum eins og sjá má á mynd 4. UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar sýna, eins og búist var við, að kennarar vilja fá meiri fræðslu og þjálfun um einelti og viðbrögð við því. Hugmyndir kennara um einelti og hlutverk þeirra gagnvart nemendum sýna að þeir eru tilbúnir að axla ábyrgð á þess- um vanda og taka á einelti meðal nemenda sinna. Þeir gera sér grein fyrir að einelti er alvarlegt vandamál sem börn og unglingar geti ekki leyst sjálf. Þrátt fyrir það virð- ast kennarar vanmeta tíðni eineltis og koma einungis auga á hluta þess eineltis sem viðgengst. Athyglisvert er að meirihluti kennara finnur fyrir óöryggi og kvíða þegar þeir þurfa að taka á einelti. Kennarar telja að skortur á þjálfun og fræðslu um einelti komi helst í veg fyrir að þeir taki á því með árangursríkum hætti. Mikilvægt er að bregðast við þessum nið- urstöðum en þær eru í samræmi við fyrri rannsóknir, hérlendis og erlendis, sem hafa sýnt að fáum kennurum finnst kennaramenntun þeirra búa þá nægilega vel undir að taka á eineltismálum og að þeir hafi ekki nógu mikið sjálfstraust gagnvart slíkum málum (Boulton, 1997; Ragnar F. Ólafsson og Ólöf Helga Þór, 2000). Olweus („Að verða fyrir einelti", 2001) og Rigby (1995) hafa lagt áherslu á að bæta þurfi kennara- menntun til að gera kennara hæfari til að fást við einelti. Þessu eru kennararnir sam- mála því nærri allir telja að sérhæfð þjálfun og fræðsla um einelti eigi að vera hluti af kennaranámi. Sú er þó ekki raunin því aðeins þriðjungur útskrifaðra kennara segist hafa fengið fræðslu um einelti í námi sínu. Eins og við mátti búast höfðu mun færri þeirra sem útskrifuðust 1988 eða fyrr fengið fræðslu en eigi að síður sagðist aðeins rúmur helmingur þeirra sem útskrifaðist á árunum 1999-2003 hafa fengið fræðslu um einelti í námi sínu. Af þeim sem þó fengu fræðslu hefðu nær allir viljað að hún væri meiri. Auk þess kemur fram að bæta þarf fræðsluna til að kennarar hafi af henni meira gagn. Aðeins tæpur fjórðungur kennara segir að fræðslan hafi búið þá vel und- ir að taka á einelti. í aðalnámskrám 1989 og 1999 kemur fram að eitt af hlutverkum kennara er að taka á einelti. Þrátt fyrir það virðist þessi málaflokkur hafa orðið útundan í kennaranámi. Greinilegt er að bæta þarf úr þessum skorti á fræðslu og þjálfun í kennaramennt- un. Ef litið er til skipanar náms við Kennaraháskóla íslands, þaðan sem flestir kennar- anna í rannsókninni eru menntaðir, kemur í ljós að ekki er boðið upp á sérstakt skyldunámskeið um einelti eða samskipti í bekk. Þó kemur fram í Náms- og kennslu- skrá skólans að umfjöllun um einelti, samskipti og agastjórnun er fléttað saman við 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.