Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 66
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR I KENNSLU UNGRA BARNA
húsum þegar einn strákur vakti athygli barnanna á veggspjaldi með myndum af
íslenskum fuglum:
Einn strákur situr við spjald sem er hengt í hæð barnanna. Hann fer að
spyrja Andreu um hvað einhver fugl heitir. Hún svarar honum og vekur
um leið athygli barnanna sem eru þarna líka á þessu. Hún sýnir þeim kríu,
spóa og kjóa. Einn strákur spyr hvort það sé fýll þarna, en þau geta ekki
fundið hann. Annað barn finnur krumma og bendir á hann. Og þau finna
fleiri fugla: Skarfur, lundi og ugla. „En hvað ætli þessi litli heiti?" segir
Andrea. „Hann heitir snjótittlingur." „En þessi litli?" spyr þá barn. „Mús-
arrindill." Það finnst þeim skrítið og hafa það eftir. Þau missa síðan áhuga
á þessu eitt af öðru, nema strákurinn sem hóf leikinn. Hann situr áfram og
spyr Andreu um heiti á fleiri fuglum.
Einnig var athyglisvert að fylgjast með hvernig börnin studdu við og kenndu hvert
öðru. Hér er annað dæmi úr leikskólanum Sumarhúsum:
Hópastarfinu er lokið, nokkur börn eru á baðherberginu að þvo sér og
nokkur sitja á gólfinu í aðalherberginu með bækur. Margrét, sem er að
verða 6 ára, byrjar að lesa upphátt. Andrea er að stússast í að ganga frá og
tekur eftir þessu. Hún krýpur hjá börnunum og segir við Margréti: „Ert þú
að lesa fyrir þau?" „Ég var að reyna," segir Margrét. Andrea sest hjá þeim
og fylgist með og aðstoðar Margréti við þau orð sem hún getur ekki lesið.
Mikil áhersla var lögð á samskipti og samvinnu í báðum leikskólunum. í hópastarfi
fengust börnin við verkefni sem reyndu á samvinnu og þau voru hvött til að leita
leiða og komast að samkomulagi um hlutina. Eftirfarandi er lýsing á hópastarfi í leik-
skólanum Brekkukoti þar sem börnin voru að vinna verkefni um hús, þar sem þau
notuðu stóra pappakassa:
Jóna segir börnunum að tveir geti byrjað að mála inni í öðru húsinu og
spyr þau hver vilji gera það. Fjögur börn segjast vilja mála húsið að innan.
„Hvað getum við þá gert," segir Jóna, „ef tveir komast inn í húsið og fjór-
ir vilja mála? Við þurfum að finna niðurstöðu." Hún segir þá að hún ætli
að láta lit í tvær skálar og þau verði að finna lausn á málinu. „Svo þurfa
einhverjir að mála að utan," bætir hún við. Jóna og Arna samstarfskona
hennar setja liti í skálar á borðið og börnin safnast umhverfis. Þau ræða
um vandann og Margrét [sem er ein af elstu stelpunum] segir: „Við getum
úllað." Jóna og hin börnin samþykkja það og Jóna segir áður en hún byrj-
ar að það sé þá sá sem er úr sem megi byrja. Það lenti á Stefáni og Jóna
segir við hann: „Það þýðir að þú byrjar en ert ekki allan tímann." Og hún
heldur áfram með Úllen dúllen doff og næst lendir það á Kára og Jóna
segir: „Þeir byrja og svo skiptum við. Allir glaðir?"
64