Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 49
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
skipti eru sá þáttur í skólastarfi sem fær mesta athygli og veldur kennurum mestum
áhyggjum (Gretar L. Marinósson, 2002; Regína Höskuldsdóttir, 1993; Sigríður Þ.
Valgeirsdóttir, 1992). Svipaðar áhyggjur virðast vera hjá foreldrum fatlaðra barna en
ein rannsókn sýnir að þótt foreldrar séu almennt ánægðir með skóla barna sinna,
telur meirihluti foreldra að barnið þeirra eigi ekki vini í bekknum (Auður B. Kristins-
dóttir 1999, bls. 34). Félagslegi þátturinn hefur ef til vill hvað mest áhrif á möguleika
fatlaðra einstaklinga til að taka þátt í skólastarfinu (Dóra S. Bjarnason, 2002; Kristín
Björnsdóttir, 2002, 2003). Mikilsvert er að vita hvernig félagatengsl nemenda með
þroskahömlun eru í skóla, hvernig þeir skilja eigin stöðu og tilraunir skólans til að
koma til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra. Einnig þessir þættir geta haft
umtalsverð áhrif á líðan, ástundun og árangur (sjá t.d. Anna Kristín Sigurðardóttir,
1993; Dóra S. Bjarnason, 2002, 2003; Gretar L. Marinósson, 2002; Gretar Marinósson
o.fl., 1990; Guðríður S. Sigurðardóttir, 1999; Ragnhildur Jónsdóttir o.fl., 1997).
Rannsóknarniðurstöður benda til þess að samstarf skóla við foreldra almennt sé
allmikið í leikskólum og grunnskólum (Áslaug Brynjólfsdóttir, 1998; Gretar L. Mar-
inósson, 2002). Þetta er þó breytilegt eftir skólum og víða meira þegar um fatlaða
nemendur er að ræða (Rósa Eggertsdóttir og Gretar L. Marinósson, 2002). Framhalds-
skólar hafa sinnt foreldrasamstarfi í takmörkuðum mæli (Elín Thorarensen, 1998) en
starfsbrautir með fatlaða nemendur vega það ef til vill upp. Sumar rannsóknir hafa
bent á alvarlega hnökra í viðbrögðum skóla við beiðnum foreldra einkum að því er
varðar að fá inngöngu og viðbótarþjónustu fyrir börn með fötlun í almenna skóla
(Eyrún í. Gísladóttir, 1999). Einkum þurfa foreldrar að berjast fyrir rétti barna sinna í
almennum skólum (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2003), þar sem tilviljun og heppni virðist
oft ráða því hvort nemandi með fötlun fær viðunandi kennslu til langframa
(Snæfríður Þóra Egilson, 2003). Foreldrar leggja þá oft mikið á sig til að reyna að
tryggja þá þjónustu sem börnin eiga rétt á. Mikilsvert er að vita meira um hvort við-
brögð skóla við kröfum foreldra fatlaðra barna eru ólík á hinurn ýmsu skólastigum
eða skólagerðum eða hvort þetta fer batnandi. Rannsóknir á samskiptum foreldra og
skóla almennt sýna margar hverjar að foreldrar eru ánægðir með skóla barna sinna,
a.m.k. á leikskóla- og grunnskólastigi, meðan börnin eru þar við nám og meta starf
þeirra mikils (Áslaug Brynjólfsdóttir, 1998; Elín Thorarensen, 1998; Guðný B.
Tryggvadóttir, Anna I. Pétursdóttir, Anna L. Sigurðardóttir, Arthur Morthens, Kristín
Jónsdóttir, 2000; P.W.C. Consulting, 2002). Þessa þversögn, sem sýnir annars vegar
óánægju og hins vegar mikla ánægju foreldra með sömu skólana, má skýra með því
að þeir foreldrar sem ánægðir eru með skólastarfið eigi börn sem gengur áfallalaust
í skólanum. Hinir sem ekki eru eins ánægðir séu foreldrar nemenda sem þurfa sér-
stakan stuðning sem erfitt er að tryggja og reyni því að berjast fyrir áheyrn og úr-
bótum fyrir börn sín. Einnig er gagnrýnin afstaða foreldra algengari þegar spurt er
um skólastarf almennt, fremur en skólagöngu barna þeirra. Kennarar finna gagnrýni
foreldranna og telja því ef til vill foreldra almennt misvirða skólastarfið og vera
óánægðari en þeir almennt eru. Þetta þarfnast frekari athugunar.
47