Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 62
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR í KENNSLU UNGRA BARNA
leiðingar að aðferðir og innihald grunnskólans verði færðar niður í leikskólann eins
og tilhneiging hefur verið til víða um lönd. Sem dæmi um tilraun þar sem leitast er
við að tengja hefðir leikskólans og grunnskólans er ný skipan sex ára deilda í grunn-
skólum í Noregi. Þar starfa nú leikskólakennarar og grunnskólakennarar saman og
við uppbyggingu starfsins var slagorðið „það besta frá leikskóla og grunnskóla" haft
að leiðarljósi (Haug, 2003; Tönnessen, 2002).
í stað þess að gera tilraun til að tengja saman ólíkar hefðir leikskólans og grunn-
skólans hafa aðrir lagt til að farnar verði aðrar leiðir og gengið út frá hugmyndum
sem hvorki geta talist beint til leikskólahugmyndafræði eða grunnskólahugmynda-
fræði. Bent hefur verið á að lýðræðislegt uppeldi í anda John Deweys, þar sem litið
er bæði til barnsins og námskrárinnar henti báðum skólastigum (sbr. Kessler, 1991;
Walsh, 1989). Dewey aðhylltist hvorki barnhverfa né námsgreinamiðaða kennslu og
gagnrýndi báðar leiðir, annars vegar þá hugmynd að sjónum væri fyrst og fremst
beint að námsefninu og kennsluaðferðunum og hins vegar að stundaróskum barns-
ins (Dewey, 1938/2000). Önnur leið er sú að ganga út frá leiknum sem námsaðferð en
þá leið hefur hópur norrænna fræðimanna farið við að skapa samfellu milli skólastig-
anna. Talað er um leikmiðaða námskrá þar sem leikurinn er þróaður og hlutverk
kennarans í leiknum er afar mikilvægt (Broström, 1999; Hakkarainen, 2004;
Lindqvist, 2001).
Starfsaðstæður
Rannsóknir benda til þess að starfsumhverfi kennara hafi áhrif á hvernig þeir kenna
og hvað þeir kenna (Bloch, 1987; Bresler, 1998; Erickson, 1986; Goffin, 1989; Goldstein,
1997; Jóhanna Einarsdóttir, 2001). Umhverfi leikskólakennara og grunnskólakennara
er að mörgu leyti ólíkt. Skólastofa grunnskólans og leikskóladeildirnar eru í flestum
tilfellum mjög ólíkar. Grunnskólabyggingarnar og leikskólabyggingarnar eru yfirleitt
gjörólíkar og sömuleiðis skipulag þessara stofnana. Lög, námskrár og námsefni
skólastiganna eru ólík og menntun kennara þessara skólastiga hefur verið með ólíku
sniði. Hefðir og saga þessara stofnana er ólík og sömuleiðis væntingar foreldra og
umhverfisins gagnvart hlutverki og starfsháttum þessara stofnana. Gera má ráð fyrir
að þessar ólíku aðstæður hafi veruleg áhrif á starfshætti kennaranna.
í Bandaríkjunum bar Elisabeth Graue (1993) saman viðhorf foreldra barna í for-
skólabekkjum (kindergarten) og í fyrsta bekk. Hún komst að því að foreldrarnir
væntu þess að í forskólabekkjum (kindergarten) væri lögð áhersla á félagslega þætti
auk námslegra þátta. Væntingar til kennarans voru þær að hann væri alltumvefjandi
og þætti vænt um börn. Foreldrar barnanna í fyrsta bekk lögðu hins vegar áherslu á
námslega þætti sem væru kenndir af áhugasömum kennara sem hefði góða stjórn á
börnunum.
Ryan, Ochsner og Genishi (2001) gerðu athyglisverða greiningu á hvernig kennar-
ar yngri barna eru kynntir í barnabókum, dægurmenningu og fræðibókum um yngri
barna kennslu sem og í rannsóknum. Þær benda á tvær ríkjandi ímyndir af kennur-
um yngri barna. Annars vegar eru barnmiðaðir kennarar sem bregðast við þörfum
barnanna og styðja þau og hvetja til að leita nýrra leiða. Þeir bjóða upp á öruggt um-
60