Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 76

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 76
TVÆR STEFNUR - TVENNS KONAR HEFÐIR I KENNSLU UNGRA BARNA Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sú alþjóðlega tilhneiging að færa formlegt námsgreinamiðað nám neðar sé á sömu leið á íslandi. Námsefni þeirra sex ára barna sem grunnskólakennararnir kenndu virðist sambærilegt því sem sjö ára börn voru að vinna með fyrir tveimur áratugum. Þetta er sambærilegt við t.d. þróun „kindergarten" bekkjanna í Bandaríkjunum sem í upphafi var ætlað að búa börnin undir skólagönguna, en hafa nú að verulegu leyti verið innlimaðir í grunnskólann og börnum er kennt námsefni sem áður var ætlað fyrsta bekk (Hirsh-Pasek, 1990; Hyson, 1991; Stipek, 1991; Walsh, 1989). í aðalnámskrám leikskóla og grunnskóla er kveðið á um að skólastigin hafi sam- starf sín á milli. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp spurningar um eðli og áherslur sliks samstarfs. Gæti það e.t.v. haft í för með sér að skólastigin mættust á þann veg að námsgreinamiðað nám yrði í auknum mæli hluti af leikskólanum líka? Eða að leikskólinn legði aukna áherslu á undirbúning fyrir grunnskólann? Til að skapa samfellu milli skólastiganna hefur verið lögð áhersla á að tengja hug- myndafræði leikskólans og grunnskólans og nýta það besta úr báðum hefðum svo sem áherslu leikskólans á samskipti, leik og foreldrasamstarf og áherslur grunnskól- ans á námsmarkmið, kennsluaðferðir og árangur (sbr. OECD, 2001). Einnig hefur hugmyndafræði Deweys um lýðræðislegan skóla undir öruggri leiðsögn kennarans verið sett fram sem ákjósanleg leið (Kessler, 1991; Walsh, 1989). Svokölluð könnunar- aðferð (project approach) er einnig kennsluaðferð sem hentar báðum skólastigum. Þar vinna börnin sameiginlega að verkefnum sem vekja áhuga þeirra, í langan tíma, gera rannsóknir, skrá niðurstöður sínar og kynna öðrum (Katz og Chard, 1989). Nám sem gengur út frá leiknum og samskiptum barna og kennara í gegnum leik er einnig athyglisverð leið sem gæti brúað bil milli kennsluaðferða leik- og grunnskóla (Broström, 1999; Hakkarainen, 2004; Lindqvist, 2001). Til þess að samfella í hugmyndafræði, skipulagi og kennslufræði (sbr. Kagan, 1991) þessara skólastiga verði að veruleika þarf að koma til töluverð viðhorfs- og stefnubreyting hjá kennurum, foreldrum, stjórnvöldum og kennaramenntunarstofn- unum. Sameiginleg sýn leikskóla og grunnskóla krefst endurskilgreiningar á hugtök- um eins og umönnun, kennslu, námi og leik og jafnframt endurskoðunar á markmið- um með menntun yngstu barnanna. ÞAKKIR Bestu þakkir fá kennararnir sem tóku þátt í rannsókninni. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Leikskóla Reykjavíkur. Arna Jónsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir lásu handrit og eru þeim færðar þakkir fyrir gagnlegar ábendingar. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.