Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 28
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU:
Þau benda á og nefna persónur og hluti á myndunum í bókinni með stökum orðum
eða í stuttum setningum. Þau nota fáar eða engar samtengingar á milli setninga,
heldur er það staðsetning hluta og fólks á myndunum og bendingar sem stýra fram-
setningu þeirra. Þau nota ekki fornöfn, greini og staðaratviksorð sem samloðunar-
tengi, þ.e.a.s. til tilvísana innan textans, heldur sem bendivísun út fyrir textann - á
myndirnar. Allt fellur þetta að því sem vitað er um orðræðu dæmigerðra þriggja ára
barna.
í samræmi við tilgátur greinarhöfundar, reyndust samfella og sögubygging, lengd
og samloðun fylgjast að í sögum barna á þessum fyrstu stigum frásagnarþroska.
Segja má að því flóknari sögu sem börnin segja hvað inntak snertir og byggingu, því
lengri hafi sagan tilhneigingu til að verða í setningum talið og því flóknari og fjöl-
breytilegri tengingar noti sögumenn til að fá hana til að loða saman. Þetta kemur
heim og saman við niðurstöður úr fyrri rannsókninni og einnig rannsóknir Shapiro
og Hudson (1997). Fylgni á milli söguþátta annars vegar, og fjölda og fjölbreytileika
samloðunartengja hins vegar, kom fram bæði í sögum fimm ára barnanna 165 og
þvert á aldursflokka í rannsókninni frá 1992. Þetta þýðir að í vel byggðri, efnisríkri
sögu með sviðsetningu, kynningu sögupersóna, upphafsatburði, söguþræði og sögu-
lokum, nota sögumenn hlutfallslega mun fleiri tengingar, sérstaklega aukatengingar,
hvort sem þeir eru fimm eða níu ára. Samkvæmt Halliday og Hasan (1976) og fleirum
er hlutfall aukasetninga besta vísbendingin um hversu flókinn texti er, og margar
rannsóknir hafa auk þess sýnt að sögur verði lengri jafnframt því að verða betri á
fyrstu stigum frásagnarþroska. Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast staðfesta
þetta.
Fylgni á milli raðtenginganna svonefndu og fjölda söguþátta er hins vegar tak-
mörkuð við yngstu aldursflokkana. Þetta má skýra þannig að notkun raðtenginga sé
áfangi í þróuninni frá því að skipuleggja orðræðuna út frá staðsetningum á blað-
síðum (eins og þriggja ára börnin gera í ríkum mæli og enn gætir hjá sumum fimm
ára börnum) til þess að raða atburðum sögunnar í tímaröð eins og fimm og sjö ára
börnin gera í sívaxandi mæli. Á milli þriggja, fimm og jafnvel sjö ára er notkun rað-
tenginga því framfaramerki. Eftir þann aldur eru flest börn hins vegar búin að ná
valdi á sögubyggingunni og geta þá snúið sér í ríkari mæli að fínpússun málsins sem
þau nota til að koma sögunni til skila. Þá fer raðtengingunum (sem langoftast er
ofaukið) smátt og smátt fækkandi en fjölgandi fer blæbrigðaríkari tengingum sem
merkja orsakasamhengi, túlkanir, bakgrunn o.fl. og einkenna sögur þroskaðra sögu-
manna í ríkari mæli en þeirra sem yngri eru.
LOKAORÐ
Fimm og hálfs árs börn standa á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Á aldrinum
fimm til átta ára taka vitsmuna- og félagsþroski afdrifaríkum breytingum og þau
hætta smám saman að vera einhliða og sjálfhverf í hugsun og boðskiptum en geta
þess í stað tekið inn margar víddir og mörg sjónarmið samtímis (Piaget, 1924/1972;
Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1994,1999; Selman 1980). Börn hefja skólagöngu á þessum
26