Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 75
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
hreyfifrelsi og fleiri tækifæri til samskipta en í grunnskólanum þar sem áherslan er
meiri á hópkennslu og skipulag.
Bandarísku fræðimennirnir Ryan, Ochsner og Genishi (2001) hafa bent á að tvær
ímyndir yngri barna kennara séu ráðandi. Annars vegar hinn umvefjandi leikskóla-
kennari sem byggir starfið á þroska og þörfum barnanna og leyfir þeim að njóta sín
og leika sér og hins vegar grunnskólakennarinn sem setur námsgreinarnar í fyrirrúm.
í fljótu bragði virðist sem skipa megi þessum fjórum kennurum í þessa flokka. Hins
vegar, þegar betur er að gáð og kafað dýpra í hvað liggur að baki starfsháttum
kennaranna, má greina mun flóknari mynd. Kennarar eru hluti af félags- og menn-
ingarlegu umhverfi og samspili sem skapar möguleika en um leið hindranir fyrir
kennarann. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta þetta og sýna greinilega að starfs-
umhverfi kennaranna fjögurra mótar starfshætti þeirra. Opinber menntastefna sem
birtist í lögum og aðalnámskrám er mikilvægur áhrifaþáttur. Ólíkar hefðir þessara
stofnana hafa áhrif, menning viðkomandi skóla og væntingar foreldra og samfélags-
ins hafa einnig áhrif á störf kennaranna.
Grunnskólakennararnir og leikskólakennararnir töldu að mismunandi væntingar
og kröfur væru gerðar til leikskólanáms og grunnskólanáms. Grunnskólakennararnir
fundu fyrir þrýstingi frá foreldrum og umhverfinu um að þeir kenndu börnunum að
lesa, skrifa og reikna sem fyrst. Leikskólakennurunum fannst foreldrar hins vegar
vera samþykkir áherslum leikskólans á leik og samskipti og gerðu ekki miklar kröfur
til annarra hluta. Þetta er í samræmi við aðrar íslenskar rannsóknir (Forskot, 1998;
Bryndís Garðarsdóttir, 1996) og rannsókn Graue (1993) í Bandaríkjunum sem sýndi
áherslu foreldra leikskólabarna á félagslega þætti og að kennarinn sýndi börnunum
hlýju og umhyggju og áherslur grunnskólaforeldranna á námslega þætti og styrka
stjórn kennarans.
Kennararnir skynjuðu einnig þátt stjórnvalda og þess ytri ramma sem störfum
þeirra er settur, á mismunandi hátt. Leikskólakennurunum fannst þeir hafa frjálsræði
og ákvörðunarrétt í störfum sínum og fannst ný aðalnámskrá engu hafa breytt um
störf sín. Grunnskólakennararnir fundu hins vegar fyrir þrýstingi frá aðal-
námskránni og nýju námsefni og kvörtuðu undan þeim skorðum sem samræmd próf
settu þeim. Sara sem kennt hefur yngstu grunnskólabörnunum í um þrjá áratugi er
gagnrýnin á stöðluð próf í fyrsta bekk og telur niðurstöður þeirra gagnast sér lítið við
kennsluna. Hún hefur áhyggjur af auknum námslegum kröfum í byrjendabekkjum
sem koma bæði frá foreldrum og yfirvöldum. Hún vildi geta notað meiri tíma í leik
og skapandi starf í stað kennslu í lestri og stærðfræði. Þessar niðurstöður eru sam-
bærilegar niðurstöðum bandarískra rannsókna sem sýna að grunnskólakennurum í
byrjendabekkjum finnst samræmd próf og aldursbundið námsefni stýra starfinu of
mikið (Goldstein, 1997; Walsh, 1989). Rannsóknarniðurstöður í Svíþjóð og Banda-
ríkjunum sýna einnig að eftir því sem kennarar kenna eldri börnum þeim mun meira
ósamræmi er í því sem þeir gera og því sem þeir telja rétt að gera (McMullen, 1999;
Nelson, 2000; Stipek og Byler, 1997; Vartuli, 1999) og jafnframt að kennarar vildu að
þeir hefðu meiri sveigjanleika og ekki eins stífar námslegar kröfur (Pramling, Klerfelt
og Graneld, 1995; Stipek og Byler, 1997; Vartuli, 1999).
73