Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 61
JÓHANNA EINARSDÓTTIR kennarastýrð verkefni. Kennarar í forskólabekkjum og leikskólum lögðu á hinn bóginn meiri áherslu á leik. Vartuli (1999) komst að því að eftir því sem börn urðu eldri fengu þau færri tækifæri til að velja og bera ábyrgð á eigin námi. Niðurstöður rannsóknar Hadley, Wilcox og Rice (1994) sýndu að leikskólakennarar hvöttu börnin meira til að tala saman en kennarar í forskólabekkjum, einkum á meðan þau unnu verkefni sem skipulögð voru af kennara. í Svíþjóð fundu Pramling, Klerfelt og Gran- eld (1995) töluverðan mun milli fyrsta bekkjar og leikskólans. í fyrsta bekk var kennslan skipulagðari og stjórnaðist af kennslubókunum. Kennararnir skipulögðu kennslustundina fyrirfram og gættu þess að ekkert hindraði þá í framkvæma það sem þeir höfðu skipulagt. Þó að grunnskólakennarnir nefndu í viðtölum að þeir teldu mikilvægt að börnin ynnu saman, gerðist það ekki í raunveruleikanum. Sameiginleg sýn Samfella í námi barna er talin mikilvæg fyrir velferð þeirra og framtíðarskólagöngu. (Early, Pianta og Cox, 1999; Entwisle og Alexander, 1998; Kagan og Neuman, 1998; Ladd og Price, 1987; Love o.fl., 1992; Margetts, 2002; OECD, 2001). Lynn Kagan (1991) hefur bent á að ákveðið samhengi þurfi að vera í hugmyndafræði, kennslufræði og skipulagi leik- og grunnskóla. Með hugmyndafræðilegri samfellu er átt við það gildis- mat og þær hugmyndir sem liggja að baki starfinu, þ.e. á hvaða hugmyndum er byggt. Hugmyndafræðileg samfella endurspeglar t.d. þær hugmyndir sem við höf- um um börn, uppeldi, nám og kennslu. Með kennslufræðilegri samfellu er átt við inni- hald námskrárinnar og kennsluaðferðir. Með skipulagi er t.d. átt við reglur og reglu- gerðir sem móta starfsemina. Samhengi í lífi og starfi barna er háð öllum þessum þáttum og þeir eru samofnir. Sænsku uppeldisfræðingarnir Gunilla Dahlberg og Hillevi Lenz Taguchi (1994) greindu og báru saman hefðir og þróun leikskólans og grunnskólans. Niðurstöður þeirra eru þær að sýn okkar á barnið móti þessar stofnanir og að í leikskólanum og grunnskólanum séu ríkjandi tvær mismunandi skoðanir á barninu. Dahlberg og Taguchi telja að ef samfella eigi að vera í starfi leik- og grunnskólans þurfi kennarar að hafa sömu sýn á börn. Þeirra hugmynd er sýn á barnið sem þátttakanda sem tek- ur virkan þátt í sköpun menningar og þekkingar (barnet som kultur- och kunskaps- skapare). Þær telja að ef um sameiginlega sýn á barnið er að ræða geti skólastigin þróað og mótað sameiginlega uppeldisstefnu. Hugmyndir um sameiginlega sýn, stefnu og vinnubrögð í leik- og grunnskólum hafa margar gengið út frá því að tengja hugmyndafræði leikskólans og grunnskólans og nýta það besta frá báðum skólahefðum. í nýlegri skýrslu (OECD, 2001; Bennett, 2003) um kennslu ungra barna er lögð áhersla á samfellu í námi barna 0-8 ára og er því haldið fram að gjá milli kennslu og umönnunar standi menntun barna á þessum aldri fyrir þrifum. Aukin samvinna og samfella milli leikskóla og grunnskóla er talin gefa möguleika á að tengja ólíkar hugmyndir og aðferðir skólastiganna og nýta styrk- leika þeirra, svo sem áherslu á foreldrasamstarf og félagsþroska í leikskólum og áherslu á námsmarkmið og árangur í grunnskólum. í skýrslunni er á hinn bóginn varað við því að aukin tengsl og samfella grunnskóla og leikskóla geti haft þær af- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.