Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 61
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
kennarastýrð verkefni. Kennarar í forskólabekkjum og leikskólum lögðu á hinn
bóginn meiri áherslu á leik. Vartuli (1999) komst að því að eftir því sem börn urðu
eldri fengu þau færri tækifæri til að velja og bera ábyrgð á eigin námi. Niðurstöður
rannsóknar Hadley, Wilcox og Rice (1994) sýndu að leikskólakennarar hvöttu börnin
meira til að tala saman en kennarar í forskólabekkjum, einkum á meðan þau unnu
verkefni sem skipulögð voru af kennara. í Svíþjóð fundu Pramling, Klerfelt og Gran-
eld (1995) töluverðan mun milli fyrsta bekkjar og leikskólans. í fyrsta bekk var
kennslan skipulagðari og stjórnaðist af kennslubókunum. Kennararnir skipulögðu
kennslustundina fyrirfram og gættu þess að ekkert hindraði þá í framkvæma það
sem þeir höfðu skipulagt. Þó að grunnskólakennarnir nefndu í viðtölum að þeir teldu
mikilvægt að börnin ynnu saman, gerðist það ekki í raunveruleikanum.
Sameiginleg sýn
Samfella í námi barna er talin mikilvæg fyrir velferð þeirra og framtíðarskólagöngu.
(Early, Pianta og Cox, 1999; Entwisle og Alexander, 1998; Kagan og Neuman, 1998;
Ladd og Price, 1987; Love o.fl., 1992; Margetts, 2002; OECD, 2001). Lynn Kagan (1991)
hefur bent á að ákveðið samhengi þurfi að vera í hugmyndafræði, kennslufræði og
skipulagi leik- og grunnskóla. Með hugmyndafræðilegri samfellu er átt við það gildis-
mat og þær hugmyndir sem liggja að baki starfinu, þ.e. á hvaða hugmyndum er
byggt. Hugmyndafræðileg samfella endurspeglar t.d. þær hugmyndir sem við höf-
um um börn, uppeldi, nám og kennslu. Með kennslufræðilegri samfellu er átt við inni-
hald námskrárinnar og kennsluaðferðir. Með skipulagi er t.d. átt við reglur og reglu-
gerðir sem móta starfsemina. Samhengi í lífi og starfi barna er háð öllum þessum
þáttum og þeir eru samofnir.
Sænsku uppeldisfræðingarnir Gunilla Dahlberg og Hillevi Lenz Taguchi (1994)
greindu og báru saman hefðir og þróun leikskólans og grunnskólans. Niðurstöður
þeirra eru þær að sýn okkar á barnið móti þessar stofnanir og að í leikskólanum og
grunnskólanum séu ríkjandi tvær mismunandi skoðanir á barninu. Dahlberg og
Taguchi telja að ef samfella eigi að vera í starfi leik- og grunnskólans þurfi kennarar
að hafa sömu sýn á börn. Þeirra hugmynd er sýn á barnið sem þátttakanda sem tek-
ur virkan þátt í sköpun menningar og þekkingar (barnet som kultur- och kunskaps-
skapare). Þær telja að ef um sameiginlega sýn á barnið er að ræða geti skólastigin
þróað og mótað sameiginlega uppeldisstefnu.
Hugmyndir um sameiginlega sýn, stefnu og vinnubrögð í leik- og grunnskólum
hafa margar gengið út frá því að tengja hugmyndafræði leikskólans og grunnskólans
og nýta það besta frá báðum skólahefðum. í nýlegri skýrslu (OECD, 2001; Bennett,
2003) um kennslu ungra barna er lögð áhersla á samfellu í námi barna 0-8 ára og er
því haldið fram að gjá milli kennslu og umönnunar standi menntun barna á þessum
aldri fyrir þrifum. Aukin samvinna og samfella milli leikskóla og grunnskóla er talin
gefa möguleika á að tengja ólíkar hugmyndir og aðferðir skólastiganna og nýta styrk-
leika þeirra, svo sem áherslu á foreldrasamstarf og félagsþroska í leikskólum og
áherslu á námsmarkmið og árangur í grunnskólum. í skýrslunni er á hinn bóginn
varað við því að aukin tengsl og samfella grunnskóla og leikskóla geti haft þær af-
59