Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 81
VANDA SIGURGEIRSDOTTIR OG
SIF EINARSDÓTTIR
Kennarar og einelti:
Mat kennara á eigin þekkingu og færni
við að taka á einelti meðal grunnskólanemenda
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig fræðslu og þjálfun grunnskólakennarar
hafa fengið um einelti, hver viðhorf þeirra til þessara mála eru og hvernig þeim gengur að
greina ogfást við einelti. Mikilvægt er að auka faglega og persónulega hæfni kennara til að
taka á einelti því um er að ræða alvarlegt vandamál í íslenskum skólum. Sendir voru spurn-
ingalistar til 742 kennara í20 grunnskólum víðsvegar um landið og skiluðu 70% þeirra list-
unum til baka. í Ijós kom að kennurum finnst að þá skorti fræðslu um einelti í kennaranámi
sínu. Þeir telja einelti vera alvarlegt vandamál og að það se' á þeirra ábyrgð að taka á því, en
samt sem áður koma þeir aðeins auga á lduta þess eineltis sem á sér stað. Margir kennarar
finna fyrir kvíða og óöryggi þegar einelti kemur upp og finnst þeir vanbúnir að bregðast við
því með árangursríkum hætti. Einnig kom fram að kennurum finnst þá helst vanta fræðslu
um viðbrögð við einelti, hvernig á að halda uppi aga íbekk, um viðtalstækni, samskipti viðfor-
eldra og gerð eineltisáætlana. Niðurstöður þessar eru ræddar og spurningar um stöðu þess-
ara mála í kennaranámi og símenntun kennara reifaðar.
INNGANGUR
Einelti er alvarlegt vandamál í íslenskum grunnskólum, þar sem um 10% nemenda
verða fyrir einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar (Gegn einelti, e.d.). Algengast
er að einelti meðal barna og unglinga eigi sér stað í skólanum (Guðjón Ólafsson,
1996). Kennarar eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samskipti nemenda í bekk, þeir
standa nemendum næst í daglegu skólastarfi og bera því helst ábyrgð á að koma í veg
fyrir einelti, greina það og taka á því (Roland og Munthe, 1997). Því skiptir miklu
máli að kennarar hafi fengið þjálfun og fræðslu um einelti og séu í stakk búnir að
vinna gegn þessu alvarlega vandamáli. Komið hefur í ljós að kennarar telja sig þurfa
meiri fræðslu um einelti, þeir finna sig vanbúna til að takast á við það og sumir gera
sér ekki grein fyrir alvarleika málsins (Boulton, 1997; Ragnar F. Ólafsson og Ólöf
Helga Þór, 2000). Dan Olweus telur að kennarar á Norðurlöndum með hefðbundna
kennaramenntun hafi ekki næga þekkingu og færni til að takast á við jafn alvarlegt
79