Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 182

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 182
MEÐ GILDUM 5KAL LAND BYGGJA - GILDAGRUNNUR SKÓLANS ala á einstaklingshyggju sem er óæskileg. Gildagrunnurinn bindur samfélagið sam- an og hann er forsenda góðs mannlífs. Frjálslyndir aðhyllast þá lífsskoðun að einstak- lingurinn: „eigi af eigin rammleik að mynda sér sjálfstæða lífsskoðun og rökstutt gildismat á frjálsu markaðstorgi menningarinnar" (Vilhjálmur Árnason, 2001, bls. 642). Frelsið snýst ekki eingöngu um það eitt að vera laus undan ofríki ríkisvaldsins heldur einnig að eiga fjölbreytta og raunhæfa valkosti. Ola Sigurdson (1996) notar hugtökin neikvætt og jákvætt frelsi þegar hann gerir greinarmun á afstöðu átthagasinna og frjálslyndra til sameiginlegs gildagrunns. Að hans mati er neikvætt frelsi, sem einkennir siðferðisafstöðu frjálslyndra, frelsi undan einhverju. Það birtist fyrst og fremst í fjölbreyttum valmöguleikum einstaklingsins og það sem hindrar hann frá því að velja heftir frelsið og er þess vegna neikvætt. Hin frjálslynda siðfræði heldur því fram að einstaklingur sé frjáls að því að gera það sem hann vill svo framarlega að hann skerði ekki frelsi annars manns. Aftur á móti má lýsa hinu jákvæða frelsi sem frelsi til að þroska hið sanna mannlega eðli, slíkt frelsi er frelsi til einhvers. Frelsið liggur í því að vera frjáls að því að ná settu marki sem manneskja þar sem markmiðið tekur mið af heildinni og stefnt er að hinu góða mann- lífi. Átthagasinnar höfða til sameiginlegra gilda sem eru fólgin í hinni menningarlegu arfleifð og telja að þau haldi samfélaginu saman og vinni gegn upplausn og glund- roða. Auk þess skapi sameiginlegur gildagrunnur vettvang til rökræðna um lífsgæði og gildismat. Frjálslyndir gagnrýna þetta sjónarmið meðal annarra og benda á að arf- leifðin sé ekki eingöngu sjóður visku heldur einnig vettvangur kúgunar og mismun- unar. Hinir frjálslyndu vilja að einstaklingurinn sé frjáls að velja á markaðstorgi gild- anna og leggja áherslu á mikilvægi algildra gilda. SAMTALIÐ FORSENDA LÝÐRÆÐISLEGS SAMSTARFS Samtalið er eitt mikilvægasta verkfærið í lýðræðislegu samstarfi. Forsendur fyrir „góðu samtali" er góð félagsleg færni. Þessi færni felst í því að nemendur öðlist hæfni til að setja sig í spor annarra, taki tillit til annarra, skiptist á skoðunum og læri að vinna með öðrum. Þessir færnisþættir eru forsenda þess að lýðræðislegt samstarf sé mögulegt og auk þess sem þessir færniþættir þróast í samskiptum einstaklinga og hópa (Englund, 2000). Lýðræðislegt samtal felst ekki eingöngu í réttinum að fá að tjá sig heldur einnig í því að hlusta á aðra. Listin að hlusta felst í því að vera opinn fyrir röksemdafærslum annarra og láta samtalið hreyfa við sér (Zackari og Modigh, 2000). í nýjum rannsókum á hlutverki lýðræðis í skólastarfi hefur hin ígrundaða (deliber- ativa) lýðræðissýn, sem á m.a. rætur í hugmyndum John Dewey, verið ríkjandi. Með ígrunduðu samtali er átt við samtal þar sem ólíkar skoðanir og gildi takast á, einstak- lingar taka afstöðu með því að hlusta, gagnrýna og rökræða, samtímis því sem reynt er að finna sameiginleg gildi og viðmið sem allir geta samþykkt (Englund, 2000). Fyrir utan John Dewey byggir þessi ígrundaða sýn á lýðræðið á hugmyndum Júrgen Habermas og Seyla Benhabib. Það er athyglisvert að í Aðalnámskrá grunnskóla, 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.