Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 144
HUGMYNDIR UM FLUTNING MENNTUNAR ...
valda sé öllu fremur að staðfesta breytingar sem þegar hafa átt sér stað frekar en að
marka nýja stefnu í menntamálum. Tilkoma þessara kerfisraka styður þær staðhæf-
ingar. Við þetta bætist að röksemdir sem tengdust sértækri fræðilegri þekkingu
barnakennara voru jafn fáar og raun bar vitni. Það kom á óvart að til dæmis mennta-
málaráðherra skyldi ekki nota röksemdir sem tengdust nýju hlutverki kennarans
þegar haft er í huga að hann stóð fyrir jafn víðtækum menntaumbótum og raun bar
vitni; menntaumbótum sem kröfðust sértækrar fræðilegrar þekkingar barnakennara.
Hann beitti kerfisrökum frekar. Hann rauf hins vegar þróun háskólastigsins þar sem
hann bætti við öðrum háskóla í andstöðu við marga alþingismenn. Einu rökin voru
þau að hann vildi ekki ganga gegn óskum forystumanna Kennaraskólans og Félags
íslenskra barnakennara en þeir héldu því fram að kennaramenntun væri ólík hefð-
bundnu háskólanámi og ætti því ekki erindi inn í Háskóla íslands. Engin stefnubreyt-
ing varðandi háskólastigið fylgdi í kjölfar flutningsins.
Ekki er mögulegt að draga víðtækar ályktanir um hlutverk stjórnmálamanna hvað
snertir breytingar á menntun út frá einni rannsókn. Kanna þyrfti fleiri breytingar á
menntakerfinu á svipaðan hátt. Áhugavert gæti verið að nota þá fræðilegu og að-
ferðafræðilegu nálgun sem byggt er á í þessari rannsókn. Þannig fengist meiri reynsla
á hversu nothæf hún er.
HEIMILDIR
Prentuð rit
Alþingistíðindi A2 (1962).
Alþingistíðindi A2 (1970).
Alþingistíðindi B2 (1970).
Ályktanir ráðstefnu Félags háskólamenntaðra kennara um skólamálafrumvörp
(1971). Menntamál, 44(3), 194-198.
Barber, B. (1963, haust). Some problems in the sociology of the professions. Dædalus,
669-688.
Beckman, S. (1990). Professionalization: Borderline authority and autonomy in work.
I M. Burrage og R. Torstendahl (ritstj.), Professions in theory and history. Rethinking
the study ofthe professions (bls. 115-138 ). London: Sage.
Broddi Jóhannesson (1983). Endurskoðun löggjafar um Kennaraháskóla íslands og
nýskipan kennaranáms 1963-1973. í Kennaraskólmn/Kennarahdskólinn 75 ára
1908-1983: Afmælisrit (bls. 16-22). Reykjavík: Nemendafélag Kennaraskóla
íslands.
Burrage, M. (1990). Introduction: The professions in sociology and history. í M.
Burrage og R. Torstendahl (ritstj.), Professions in theory and history. Rethinking the
study of the professions (bls. 1-23). London: Sage.
Burrage, M., Jarausch, K. og Siegrist, H. (1990). An actor-based framework for the
study of the professions. í M. Burrage and R. Thorstendahl (ritstj.), Professions in
theory and history. Rethinking the study ofthe professions (bls. 203-225). London: Sage.
142