Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 30
MALÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKOLAGONGU:
auga leið að málþroski dæmigerðra fimm ára barna dugir ekki til að lesa eða skrifa
texta í samfelldu máli.
Ástæða er til að benda sérstaklega á að þröng hljóðvitundarþjálfun dugar skammt
fyrir þessi börn, því eðli málsins samkvæmt beinist hún að einstökum hljóðum og
smærri einingum. Vandamál þessara barna eru hins vegar í meðferð stærstu eining-
anna, orðræðu og samloðunar hennar. Þjálfun í hljóðvitund er mikilvæg fyrir fyrstu
lestrarkennsluna, en til þess að fyrirbyggja lestrar- og námsörðugleika þegar til lengri
tíma er litið þurfa börn á mun víðtækari málörvun að halda.
Skólinn þarf að vera hreyfiafl framfara hjá öllum börnum og gefa kost á ögrandi
og þroskandi viðfangsefnum fyrir bráðþroska jafnt og hægfara börn. Fyrir þau síðar-
nefndu er jafn mikilvægt að vinna fyrirbyggjandi uppbyggingarstarf á sviði orðræðu
og á sviði hljóðvitundar, því seinkun á fyrrnefnda sviðinu er ekki síður afdrifarík fyr-
ir lestur og námsframvindu þegar til lengri tíma er litið en slæm hljóðvitund. í grein
sem höfundur er með í undirbúningi er leitað svara við spurningunni um hvort
vandamál barna, sem eru í áhættuhópi samkvæmt HLJÓM-2 prófinu (Amalía Björns-
dóttir o.fl., 2003) takmarkast við hljóðvitund, eða hvort þau eru jafnframt slök í frá-
sagnarhæfni. Einnig eru rannsökuð tengsl frásagnarhæfni við niðurstöður mál-
þroskaprófa og lestrarprófa í fyrstu bekkjum grunnskóla.
ÞAKKIR
Þessi rannsókn var unnin með styrk frá sameinaða norræna rannsóknasjóðnum,
NOS-S. Margir aðrir eiga þakkir skildar fyrir stuðning og samstarf, og verður hér
getið þeirra helstu. Fyrstir koma í hugann litlu sögumennirnir, foreldrar þeirra og
starfsfólk leikskólanna, þar sem rannsóknin fór fram. Framlag Rannveigar Jóhanns-
dóttur var ómetanlegt, en hún safnaði öllum gögnunum. Rannveig Oddsdóttir,
Guðrún Sigursteinsdóttir, Karen Ósk Úlfarsdóttir og Brynja Jónsdóttir skráðu upp-
tökurnar og lykluðu og Ásta Björk Björnsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson komu
einnig að úrvinnslu gagnanna. Þakkir einnig til Amalíu Björnsdóttur, Ingibjargar
Símonardóttur og Jóhönnu Einarsdóttur, sem og til Ævars Þórólfssonar fyrir aðstoð
við tölfræðigreiningu. Loks er ég afar þakklát tveimur óþekktum yfirlesurum fyrir
gagnlegar og uppörvandi athugasemdir og úrbætur.
28