Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 69
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
hafði verið leikskóli og var staðsett við hliðina á aðalskólahúsnæðinu. I þessu húsi
var einnig skóladagvistin. Deginum var skipt í tvær klukkutíma vinnulotur fyrir og
eftir hádegi og sérgreinatíma og frjálsan tíma á milli þeirra.
Frumkvæðið að þessu fyrirkomulagi kom frá skólastjóranum sem leggur áherslu
á mikilvægi þess að hlúa vel að yngstu börnunum þegar þau hefja grunnskólagöngu.
Hann segir að skólinn fái ákveðið fjármagn miðað við nemendafjölda skólans í heild
og síðan geti þau skipulagt og nýtt þetta fjármagn eins og þeim finnst best. Þau noti
t.d. 10 tíma, af 57 sem skólinn hefur í sérkennslu, í stuðning fyrir 6 ára börnin og líti
á það sem fyrirbyggjandi aðgerð, þannig að hægt er að skipta árganginum í fámenna
hópa. María og helsta samstarfskona hennar voru ánægðar með breytingarnar og
fannst að á þennan hátt gætu þær frekar mætt einstaklingsþörfum. Þær skipulögðu
starfið þannig að þær skiptu námsgreinunum á milli sín, önnur sá um lestrar-
kennsluna en hin um stærðfræðina.
Þrátt fyrir þessar breytingar á ytra skipulagi í Bryggjuskóla var innihaldið í nám-
inu og kennslufyrirkomulagið hjá grunnskólakennurunum tveimur sambærilegt.
Megináherslurnar í starfinu í fyrsta bekk í þessum tveimur skólum var á námsgrein-
arnar sem tilgreindar eru í aðalnámskrá grunnskólans, einkum lestur og stærðfræði,
og var hópkennsla aðalkennsluaðferðin.
Lestrarkennslan er stór þáttur í starfinu í fyrsta bekk og notuðu báðir kennararnir
sambærilegar aðferðir. Stafir og hljóð voru kynnt öllum bekknum í Söru tilfelli, en
minni hópum hjá Maríu. Sara er reyndur kennari og „leggur inn" stafi og hljóð af
mikilli færni og tengir lestrarkennsluna ýmiss konar fræðslu. Sem dæmi má nefna að
þegar hún lagði inn stafinn K notaði hún mynd af ketti sem kveikju og sagði þeim frá
kettinum, veiðihárunum, klónum, afkvæmunum, heiti karl- og kvendýrsins og fæðu
kattarins. í framhaldi af því sköpuðust umræður um ketti sem veiða fugla í görðum,
þar sem börnin voru mjög virk. Þegar stafurinn E var á dagskrá kom hún með egg
sem hún braut og skoðaði með börnunum og þau ræddu um hvað eggið þyrfti til
þess að það kæmu ungar og svo kenndi hún þeim vísuna „Þér frjálst er að sjá hve ég
bólið mitt bjó". Hún kennir þeim hljóð stafanna og lætur þau aðstoða við að finna orð
með stafnum og kennir þeim að skrifa stafinn.
Báðir kennararnir tengdu myndlist við lestrarkennsluna á þann hátt að ákveðin
verkefni, sem tengjast þeim staf sem verið er kenna hverju sinni, voru lögð fyrir börn-
in. Til dæmis þegar Sara var að kenna stafinn É töluðu þau um él og lærðu vísuna
„Frost er úti fuglinn minn" og unnu því næst myndverk sem tengdust því. Eftirfar-
andi atvikslýsing er frá því starfi:
Sara er uppi við töflu og börnin sitja í sætunum sínum. Hún segir: „Ég
ætla að leyfa ykkur að fá svona blað. Það á að snúa svona." Hún sýnir
þeim ljósblátt A4 sykurpappírsblað og hengir það upp á töfluna. Segir
þeim að þau eigi að gera glugga á blaðið og sýnir þeim ýmsa möguleika
við það. „Þegar þið eruð búin að búa til gluggann eigið þið að gera tvo
krakka. Síðan þegar þið eruð búin að því ætla ég að biðja ykkur að gera
með hvítu svona snjókorn. Síðan er ég með hvítt efni sem þið getið sett
svona sem gardínu ef þið viljið hafa þetta voða fínt og þið getið haft fugl
67