Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 84
KENNARAR OG EINELTI:
að til hvaða starfsmanns skóla sem er með mál sem snúa að velferð þeirra og líðan og
eiga rétt á að brugðist sé við strax og á viðeigandi hátt ef upp koma vandamál af ein-
hverju tagi, t.d. stríðni, einelti, agabrot eða vanlíðan. Að vinna gegn einelti er því einn
af þeim þáttum sem kennarar og annað starfsfólk skóla ber ábyrgð á. í aðalnámskrá
kemur einnig fram að áætlun um hvernig skuli brugðist við ef upp kemst um einelti
verður að vera til í öllum skólum og öllum aðilum verður að vera Ijóst hver vinnur
með slík mál innan skóla og hvernig (Aðalnámskrá grunnskóla, 1999).
Þrátt fyrir að eitt af hlutverkum kennara sé að taka á einelti og að þeir standi nem-
endum næst í daglegu skólastarfi, sýna rannsóknir að margir kennarar eiga í erfið-
leikum með að koma auga á einelti meðal nemenda sinna og grípa of sjaldan inn í
(Skiba og Fontanini, 2000). Þeir virðast oft vanmeta tíðni eineltis, líða það eða líta
fram hjá því (Lumsden, 2002). í rannsókn á Bretlandi og írlandi sögðust 85% kennara
alltaf eða oftast reyna að stöðva einelti en aðeins 35% nemendanna sögðu að sú væri
raunin. Um 60% nemenda sem höfðu lagt aðra nemendur í einelti sögðu að kennar-
ar hefðu ekki rætt við þá um eineltishegðun þeirra (O'Moore, Kirkham og Smith,
1997; Pepler, Craig, Ziegler og Charach, 1994). í íslenskri rannsókn á vegum Olweus-
arverkefnisins, kom í ljós að 57% nemenda í 8.-10. bekk töldu að umsjónarkennari
þeirra hefði lítið eða ekkert gert til að koma í veg fyrir einelti í bekknum („Viðamikil
könnun", 2003). í ljósi þessara niðurstaðna er nauðsynlegt að kanna hvernig kennur-
um hérlendis finnst þeim ganga að greina og fást við einelti.
Þau viðbrögð kennara að koma ekki auga á eða líta framhjá einelti hafa þau áhrif
að einungis lítill hluti nemenda trúir því að fullorðnir muni hjálpa þeim. Nemendum
finnst að afskipti fullorðinna séu sjaldgæf og áhrifalítil og það að segja fullorðnum frá
geri eineltið einungis verra (Banks, 1997). Þetta veldur því að nemendur sem lagðir
eru í einelti bíða oft lengi með að segja fullorðnum frá eða gera það alls ekki. Skiln-
ingsleysi á einkennum og afleiðingum eineltis hefur áhrif á aðgerðir fullorðinna.
Kennarar sem líta svo á að einelti sé ekki alvarlegt og að það sé ekki á þeirra ábyrgð
að taka á því eru ekki líklegir til að grípa til aðgerða. Því er mikilvægt að kanna hvaða
augum kennarar hér á landi líta einelti og hver viðhorf þeirra til þessara mála eru.
Þrátt fyrir að þessar rannsóknir sýni að kennarar hafi ekki alltaf brugðist við eins
og best væri kostur er mikilvægt að benda á að þeir bera ekki einir ábyrgð á að leysa
slík mál. Auk þess verður að hafa í huga, þegar rætt er um stöðu kennara gagnvart
einelti, að ekki er langt síðan að það var almennt viðurkennt sem vandamál í skólum
(Nicolaides, Toda og Smith, 2002). Með aukinni vitneskju um einelti og afleiðingar
þess eru sífellt fleiri skólar og kennarar farnir að vinna gegn einelti á árangursríkan
hátt. Einnig er mikilvægt að benda á að hlutskipti kennarans er ekki auðvelt. Margir
halda því fram að álag á kennara hafi margfaldast á síðustu áratugum (Thompson,
o.fl., 2002). Á sama tíma hefur agaleysi og ofbeldi aukist í samfélaginu (Slaby,
Roedell, Arezzo og Hendrix, 1995). Á Bretlandi og í Bandaríkjunum hefur komið í ljós
að margir kennarar eru að gefast upp í starfi. Þeir eru störfum hlaðnir og sífellt bætast
við ný verkefni sem þeir eiga að sjá um, eins og eineltismálin. í könnun á Bretlandi
kom í ljós að 53% kennara reiknuðu með að hætta í starfi á næstu tíu árum vegna
vinnuálags, streitu og skriffinnsku (Bully Online, 2003). Sama er uppi á teningnum
hjá íslenskum kennurum, þeim finnst þeir vera undir miklu álagi í starfi, þeir finna
82