Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 129

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 129
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR fyrir allar greinar. Þessum umbótum lauk ekki fyrr en 1984 (Gunnar Finnbogason, 1995; Sigurjón Mýrdal, 1989; Wolfgang Edelstein, 1988; Þorsteinn Gunnarsson, 1990). Þensla menntakerfisins og þróun menntunar barnakennara ó sjöunda óratugnum Samkvæmt lögum um Kennaraskóla íslands frá 1963 var lengd kennaranáms áfram fjögur ár og eitt ár fyrir nemendur með stúdentspróf. Það voru þó einkum tvö ákvæði laganna sem urðu afdrifarík fyrir þróun kennaramenntunar. Fyrst ber að nefna ákvæðið um heimild skólans til þess að starfrækja tvenns konar framhaldsnám. 1 fyrsta lagi var um að ræða eins árs framhaldsnám sem lauk með stúdentsprófi og tryggði það aðgang að Háskóla íslands. Með þessu ákvæði verður Kennaraskólinn fimmti skólinn sem gat brautskráð stúdenta. í öðru lagi var um eins árs framhalds- nám að ræða þar sem barnakennarar gátu dýpkað þekkingu sína í þremur greinum með aðaláherslu á eina. Próf af þessari braut átti að tryggja aðgang að afmörkuðum greinum við Háskóla íslands (Alþingistíðindi A2, 1962). Þetta ákvæði var til komið vegna þess að barnakennarar áttu nær enga möguleika á framhaldsnámi þrátt fyrir að lög um kennaramenntun frá árinu 1947 kvæðu á um að Háskóli íslands ætti að sjá kennurum á öllum skólastigum fyrir framhaldsmenntun. Þessu ákvæði hafði hins vegar ekki verið framfylgt og fengu barnakennarar ekki inngöngu í Háskóla íslands, mest fyrir þá sök að þeir höfðu ekki lokið stúdentsprófi (Broddi Jóhannesson, 1983; Ólafur Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993; Sigríður Valgeirsdóttir, 1987). Stúdentspróf var eina opinbera skilgreiningin á háskóla og það breyttist ekki með lögunum um skólakerfi frá 1974 (Jón Torfi Jónasson, 1990). Annað ákvæði laganna varð einnig afdrifaríkt en samkvæmt því voru inntökuskil- yrði í Kennaraskóla íslands rýmkuð en þau höfðu verið þau sömu og í menntaskól- ana, þ.e.a.s. landspróf. Samkvæmt lögunum frá 1963 voru inntökuskilyrði áfram landspróf en nú gátu gagnfræðingar með lágmarkseinkunn í nokkrum greinum einnig sótt um inngöngu. Þetta ákvæði opnaði gagnfræðingum því leið til þess að ljúka stúdentsprófi og þar með uppfylltu þeir inntökuskilyrði Háskóla Islands. Mikil fjölgun nemenda í kennaranám fylgdi í kjölfar laganna. Skólinn yfirfylltist á árunum 1965-1970. Árið 1962 var flutt í nýtt húsnæði sem var í byggingu og þá voru 216 nemendur við nám í Kennaraskólanum en árið 1969 voru 954 nemendur við nám í hálfbyggðu húsnæði sem átti að rúma 250-300 nemendur (Alþingistíðindi A2,1970, bls. 1203). Árið 1970 voru tveir þriðju hlutar kennaranema með gagnfræðapróf (Alþingistíðindi B2, 1970, bls. 1360). Fall á fyrsta námsári var um það bil 30% (Alþingistíðindi A2, 1970, bls. 1197). Frá árinu 1968 gerði Broddi Jóhannesson skóla- stjóri ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til þess að fá heimild ráðuneytisins til þess að hækka lágmarkseinkunn gagnfræðinga. Árið 1968 var Kennaraskólanum að auki gert að taka inn tvo bekki í hreint menntaskólanám þar sem ekki var unnt að taka þá inn í almennt kennaranám sökum örðugleika við að finna þessum nemendum stað í verknámi (Handrit: Broddi Jóhannesson, 1968; Sigríður Valgeirsdóttir, 1987). Óhætt er að fullyrða að algert öngþveiti hafi ríkt í Kennaraskólanum á þessum árum. Stjórnvöld tóku ekki á hinum almenna vanda menntaskóla- og sérskólastigsins 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.