Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 159
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
- Ef nemendur eru á fjarenda þá getur verið ókostur að ná ekki sömu persónu-
legu nærverunni, hins vegar getur maður einnig spurt hvort hún er lengur per-
sónuleg ef nemendahópurinn er orðinn mjög fjölmennur?
- Mér finnst nemendur oft ætlast til of mikillar mötunar.
- Námsefni „steriliserast" um of; elur á leti nemenda.
- Óskir nemenda um niðursuðu á námsefni.
Kennarar voru flestir sammála því að gagnlegt væri að nota Netið í kennslu. Þegar
kennarar voru spurðir hvort þeir nýttu upplýsinga- og samskiptatækni til að bæta
námið, kennsluna og kennsluaðferðir sínar má segja að hlutleysi hafi verið einkenn-
andi í afstöðu þeirra. Um helmingur var hlutlaus í afstöðu til gagnsemi vefumræðna
í kennslu og um 40% voru hlutlausir í afstöðu til þess hvort þeir notuðu fjölbreyttari
kennsluaðferðir með upplýsinga- og samskiptatækni og hvort það skilaði betri
árangri að nýta hana í kennslu. Fjórðungur kennara var sammála því að gamlar,
góðar kennsluaðferðir væru um of látnar víkja með aukinni notkun tækninnar og um
40% kennara voru hlutlausir í afstöðu til þess hvort tölvunotkun gerði kennsluna
einhæfa.
Reynsla nemenda af mismunandi kennsluaðferðum og nómsmati
Kannað var af hvaða kennsluaðferðum og námsmatsaðferðum nemendur hefðu
reynslu og hvernig þeir teldu þær henta sér. Nær allir nemendur eða 98% höfðu
reynslu í námi sínu af því að vinna einstaklingsverkefni og hópverkefni utan
kennslustunda, hlýða á fyrirlestra með glærum, vinna ritgerðir og taka þátt í umræð-
um í kennslustund. Mikill meirihluti, eða á bilinu frá 70 til 90%, áleit þessar kennslu-
aðferðir henta sér vel, sérstaklega einstaklingsverkefni og fyrirlestra með glærum. Á
það bæði við um staðnema og fjarnema. Reynsla nemenda af vefumræðum sem
kennsluaðferð var ekki almenn. Þriðjungur nemenda í staðnámi og rúmlega fjórð-
ungur fjarnema hafði reynslu af vefumræðum en af þeim taldi u.þ.b. helmingur þær
henta vel. Á það við um bæði staðnema og fjarnema. Meirihluti nemenda hafði ekki
heldur reynslu af hljóðfyrirlestrum (talsettum glærum) en hjá þeim sem reynslu
höfðu sögðu 40% staðnema og 60% fjarnema slíka fyrirlestra henta vel í náminu.
Heimaverkefni, heimaritgerðir, einstaklingsverkefni og hópverkefni voru þær
aðferðir við námsmat sem stærst hlutfall nemenda hafði reynslu af. Almennt töldu
nemendur þess konar námsmat henta vel. Um þriðjungur hafði enga reynslu af
símati, rúmlega helmingur enga reynslu af heimaprófum, vefprófum og verkefna-
skilum á vefsíðum en hátt hlutfall þeirra sem reynslu höfðu sögðu þessar námsmats-
aðferðir henta sér vel. Þegar könnuð var reynsla nemenda af vefumræðum sem hluta
af námsmati hafði um helmingur enga reynslu af slíku námsmati en 40% fjarnema
sem reynslu höfðu og þriðjungur staðnema töldu þessa tegund námsmats henta vel.
Val á námsefni og námsmatsaðferðir kennara
Kannað var hvernig námsefni kennarar notuðu í námskeiðum sínum og var spurn-
ingunni ætlað að fá upplýsingar um það í hve miklum mæli og hvernig kennarar
157