Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 163

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 163
ANNA ÓLAFSDÓTTIR og mestöll kennsla byggist á notkun myndfundabúnaðar. Þannig er því námi ekki dreift á lengri tíma en lögð er áhersla á að mynda hópa á fjarkennslustöðum til að tryggja sem mest samskipti og stuðning nemenda í milli. Niðurstöður leiða í ljós að það námsfyrirkomulag sem tíðkast í fjarnámi Háskól- ans á Akureyri hefur haft jákvæð áhrif á þróun námsins og skapað ákveðinn jarðveg sem stuðlað hefur að virkum námssamfélögum nemenda á fjarkennslustöðum. Þess sér merki í mörgu því sem fjarnemar benda á í viðtölum og vikið hefur verið að í nið- urstöðum hér á undan. Stjórnendur benda þó á að þessi þróun þurfi sífellt að vera í endurskoðun og færa má rök fyrir því að það fyrirkomulag að nemendur þurfi að mæta í fjarkennsluver til að sitja kennslustundir sem fram fara gegnum myndfunda- búnað geti hamlað framþróun fjarnámsins þar sem kröfur aukast sífellt um að boðið sé upp á nám óháð stað og stund. Þegar rætt er um breytingar á háskólamenntun er það staðreynd að þrýstingur á breytingar kemur oftar en ekki frá nemendum sjálfum. Það er sífellt að verða meira og meira áberandi krafa að námsfyrirkomulag henti nemendum sem best og sé sem þægilegast. Þeir vilja gjarnan fá að ráða sér sem mest sjálfir og þeim fer fjölgandi sem vilja geta samhæft nám og vinnu (Aggarwal og Bento, 2000). Þetta virðast stjórnend- ur almennt vera sér meðvitaðir um en eftir stendur að mikilvægt er að tryggja að sá styrkur sem felst í ríkjandi fyrirkomulagi, þ.e. hversu vel það mætir félagslegum þörfum nemenda glatist ekki í þeirri viðleitni að auka sveigjanleika námsins. Bent hefur verið á að skipta megi háskólanemum í tvo ólíka hópa sem hafi bæði ólíkar væntingar og reynslu og ólíka færni, t.d. þegar kemur að notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi. Annar hópurinn tilheyrir „Net-kynslóðinni" en það er sú kynslóð sem er rétt nýkomin á háskólaaldur. Hinn hópurinn eru fullorðnir nemend- ur, sem eru eldri en sá fyrrgreindi og eru margir að koma aftur í háskóla til að upp- færa þekkingu sína eða hefja háskólanám á fullorðinsárum. Hjá Net-kynslóðinni hefur tæknin leikið stórt hlutverk alveg frá barnsaldri, tölvur og Netið hafa verið hluti af tilveru hennar og verið nýtt jöfnum höndum til skemmt- unar, samskipta og náms. Þessir nemendur gera því ákveðnar kröfur um að upplýs- inga- og samskiptatækni sé nýtt til hins ýtrasta í náminu. Það er ögrandi verkefni fyr- ir kynslóðina sem stýrir menntakerfinu og hefur allt annan bakgrunn að reyna að skilja og koma til móts við væntingar þessa nemendahóps (Nasseh, 2000). Hvað hinn hópinn varðar felst ögrunin fyrst og fremst í því að margir úr þessum nemendahópi eru ekki vanir því að vinna í rafrænu námsumhverfi og hópurinn er það fjölbreytilegur að erfitt er að sníða honum ákveðinn stakk þó að margt megi finna sammerkt með þessum nemendum. Þeir hafa oft skýr markmið, vita hvað þeir vilja og koma með ákveðna reynslu inn í námið sem gerir þá t.d. á margan hátt hæfari til ýmissa félagslegra athafna. Þarfir þessara nemenda eru oft ólíkar og sama gildir um færni þeirra (Nasseh, 2000). Niðurstöður könnunar og viðtala staðfesta að háskólinn þarf að bregðast við ákveðnum kröfum og væntingum sem koma frá nemendum. Margar þeirra tengjast náið þjónustu sem beinlínis hefur þróast fyrir tilstilli tækninnar. Nefna má í því sam- bandi tölvusamskipti við kennara, aðgengi að gögnum á Netinu, þrýsting á að kenn- arar nýti WebCT á námskeiðum sínum, og kröfur um að veitt sé góð þjónusta vegna 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.