Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 198
rúmlega 20 einingar - úr 140 einingum í 119. Þó er gert ráð fyrir að hlutfall kjarna,
kjörsviðs og frjáls vals verði hið sama og nú er sem er breyting til batnaðar frá gömlu
tillögunum. Hins vegar verði námsefni úr framhaldsskóla fært niður á grunnskóla-
stig. Rökin með styttingunni eru enn þau sömu og kannski er best að rifja þau upp.
LÍFSELEXÍR SAMRÆMINGARINNAR
í fyrsta lagi heyrðust þau rök að þessi tilhögun væri gerð til að samræma stúdents-
prófsaldur á íslandi við önnur lönd. Samræmingarmantran er enn fyrsta röksemd
þeirra sem vilja stytta framhaldsskólann þó að augljóslega sé hún ófullnægjandi.
Nægir að benda á að hér á landi byrja börn 6 ára í skóla, sums staðar byrja þau 5 ára
og annars staðar 7 ára.
Að sama skapi má spyrja hvað eigi að samræma. Ef við ætlum að einhenda okkur
í slíka vinnu fyndist mér æskilegra að íslensk stjórnvöld breyttu fjárveitingum sínum
til menntakerfisins til samræmis við Norðurlöndin og verðu í það hlutfallslega sam-
bærilegum upphæðum, t.d. til háskólastigsins, þar sem við stöndum öðrum Norður-
landaþjóðum langt að baki. Að sama skapi mætti samræma mat á vinnu námsmanna,
þannig að námslaun yrðu tekin upp á íslandi í stað námslána. Svo ekki sé minnst á
það að annars staðar á Norðurlöndum eru skólabækur ókeypis og sú samræming
væri framhaldsskólanemum örugglega að skapi. Er hugsanlegt að samræming eigi
bara við þegar hún sparar peninga?
Svo má spyrja um nauðsyn þess að samræma alla hluti. Getur samræming ekki
haft þau áhrif að kerfið verður ósveigjanlegra og ferkantaðra? Hugsanlega er sam-
ræmingarárátta íslenskra menntamálayfirvalda orðin of mikil. Hún birtist ekki að-
eins í því að skikka alla skóla til að bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs,
heldur líka í samræmdum stúdentsprófum. Það sem helst vantaði á framhaldsskóla-
stigi fæst ekki í gegn með síaukinni samræmingu sem leiðir einmitt til minna vals,
minni sveigjanleika, minna frelsis og minni áhrifa einstaklinganna.
Ef við hins vegar viljum samræma eru ýmsar aðrar leiðir til þess - t.d. að stytta
grunnskólastigið. Bentu margir á þá leið sem ekki er tekin til greina í nýju skýrslunni
- nema sem möguleg leið fyrir duglega námsmenn sem geti þá lokið þremur síðustu
árum í grunnskóla á tveimur. Ef grunnskólinn væri hins vegar almennt styttur um
eitt ár væri það mun minni röskun en að stytta framhaldsskólann. Faglega séð væri
það líka hægara um vik, sérstaklega ef haldið verður áfram að færa grunnskólann inn
á brautir einstaklingsmiðaðs náms eins og gert er í Reykjavík. Jafnvel er hægt að
hugsa sér að nemendur lykju grunnskólanámi á ýmist 8, 9 eða 10 árum. Að minnsta
kosti virðist svigrúm þar vera meira enda lengri skólatími í heildina.
í nýju skýrslunni er hins vegar gert ráð fyrir að námsefni verði fært úr framhalds-
skólum niður í grunnskóla. Það gleymist að nefna það að faglegur bakgrunnur
grunnskólakennara og framhaldsskólakennara er ólíkur. Framhaldsskólakennarar
eiga að hafa lokið minnst þriggja ára háskólanámi í tiltekinni fræðigrein og að auki
eins árs háskólanámi í uppeldis- og kennslufræði. Grunnskólakennarar hafa þriggja
ára kennslufræðinám á bak við sig þar sem hlutur faggreina er mun minni. Hætt er
við því að með því að færa framhaldsskólaáfanga á grunnskólastig verði nálgunin
196