Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 15
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
Niðurstöðurnar úr íslensku rannsókninni eru samhljóða niðurstöðum úr fjölda
erlendra rannsókna á frásögnum barna (sjá t.d. Bamberg, 1997; Berman og Slobin,
1994). Við kjöraðstæður (sbr. hér að framan) geta börn á leikskólaaldri sagt stutta
sögu með lifandi sögupersónu og vísi að söguþræði (sjá t.d. Stein, 1988). Fjölmörgum
rannsóknum á frásögnum barna ber þó saman um að börn yngri en fimm ára segi
sjaldnast eiginlega sögu í samfelldu máli (með kynningu, söguþræði og sögulokum),
heldur lýsi þau laustengdum athafnaröðum (Applebee, 1978; Botwin og Sutton-
Smith, 1977; Stein, 1982,1988) eða láti nægja upptalningu á hlutum og/eða athöfnum
sem fyrir augu ber. Um sex ára aldur verður hins vegar gerbreyting á (McCabe, 1997)
og sjö til átta ára börn segja sögur með flestum lykilþáttum sögubyggingar (Berman
og Slobin, 1994; Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2004), þó enn séu oft gloppur í sögu-
þræði. Níu ára börn og eldri hafa almennt náð góðu valdi á hefðbundinni sögubygg-
ingu með nokkrum sögupersónum og söguþræði sem tengir saman alla atburði sög-
unnar (Berman og Slobin, 1994; Hudson og Shapiro, 1991; Ragnarsdóttir og
Strömqvist, 2004).
Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að börn séu yfirleitt stutt á veg komin í
beitingu samloðunartengja á aldrinum fimm til sex ára, en taki upp úr því miklum
framförum (French og Nelson, 1985; Hudson og Shapiro, 1991; Peterson og McCabe,
1991). Þannig noti börn á grunnskólaaldri meira flóknari málaðferðir, til dæmis auka-
setningar, til þess að skapa samloðun en leikskólabörn (sjá t.d. Hudson og Shapiro,
1991; Peterson og McCabe, 1983), en aukasetningar eru gjarnan taldar besti mæli-
kvarðinn á það hversu flókin saga er (Halliday og Hasan, 1976). Margar rannsóknir
hafa auk þess sýnt fram á að frásagnir lengjast með aldri, og að lengd sé vísbending
um gæði frásagna a.m.k. fram til níu til tíu ára aldurs (McCabe, 1997; Stein og Albro,
1997).
Eftir því sem börn ná betra valdi á sögubyggingunni, og vinnsluálagið við sjálfa
frásögnina þar með minnkar, geta þau einnig beitt fleiri og fjölbreytilegri samloðun-
araðferðum og tengt atburði í orsakasamhengi, gagnstæðu- og tímavensl þar sem
vísað er fram og tilbaka í textann með aukasetningum, rökfærslum og flóknari tíma-
merkingum (Shapiro og Hudson, 1997). Geta barnsins til að setja sig í annarra spor,
sem og aukin reynsla og innlifunarhæfni hefur áhrif á þörf barnsins fyrir bakgrunn
og túlkanir. Slíkt er gjarnan tjáð með aukasetningum og sjaldgæfari orðaforða og mál-
fræði til dæmis viðtengingarhætti, þolmynd, o.fl. Að öllu samanlögðu má því reikna
með að málaðferðir við sögugerð verði fjölbreytilegri, flóknari og nákvæmari með
aldri.
Rannsóknin, sem þessi grein fjallar um, byggir á þessum niðurstöðum og var ætl-
að að leita svara við sumum þeirra spurninga sem ekki hefur verið svarað annars
staðar svo vitað sé. Sú fyrsta snýst um getu íslenskra barna í orðræðu af þessu tagi
um það bil sem þau byrja í grunnskóla. Gefa niðurstöðurnar úr litla hópnum (Hrafn-
hildur Ragnarsdóttir, 1992) rétta mynd af frásagnarhæfni íslenskra fimm ára barna
almennt? í öðru lagi verður leitað svara við spurningum um einstaklingsmun.
Hversu mikill munur er á frásagnarhæfni barna innan þessa aldursflokks? Og hvers
eðlis er sá einstaklingsmunur? Eru slökustu börnin bara hægari en meðalbarnið og
þau sterku fljótari, eða er á þeim einhver grundvallarmunur? í þriðja lagi hafa flestar
13