Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 15

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 15
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR Niðurstöðurnar úr íslensku rannsókninni eru samhljóða niðurstöðum úr fjölda erlendra rannsókna á frásögnum barna (sjá t.d. Bamberg, 1997; Berman og Slobin, 1994). Við kjöraðstæður (sbr. hér að framan) geta börn á leikskólaaldri sagt stutta sögu með lifandi sögupersónu og vísi að söguþræði (sjá t.d. Stein, 1988). Fjölmörgum rannsóknum á frásögnum barna ber þó saman um að börn yngri en fimm ára segi sjaldnast eiginlega sögu í samfelldu máli (með kynningu, söguþræði og sögulokum), heldur lýsi þau laustengdum athafnaröðum (Applebee, 1978; Botwin og Sutton- Smith, 1977; Stein, 1982,1988) eða láti nægja upptalningu á hlutum og/eða athöfnum sem fyrir augu ber. Um sex ára aldur verður hins vegar gerbreyting á (McCabe, 1997) og sjö til átta ára börn segja sögur með flestum lykilþáttum sögubyggingar (Berman og Slobin, 1994; Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2004), þó enn séu oft gloppur í sögu- þræði. Níu ára börn og eldri hafa almennt náð góðu valdi á hefðbundinni sögubygg- ingu með nokkrum sögupersónum og söguþræði sem tengir saman alla atburði sög- unnar (Berman og Slobin, 1994; Hudson og Shapiro, 1991; Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2004). Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að börn séu yfirleitt stutt á veg komin í beitingu samloðunartengja á aldrinum fimm til sex ára, en taki upp úr því miklum framförum (French og Nelson, 1985; Hudson og Shapiro, 1991; Peterson og McCabe, 1991). Þannig noti börn á grunnskólaaldri meira flóknari málaðferðir, til dæmis auka- setningar, til þess að skapa samloðun en leikskólabörn (sjá t.d. Hudson og Shapiro, 1991; Peterson og McCabe, 1983), en aukasetningar eru gjarnan taldar besti mæli- kvarðinn á það hversu flókin saga er (Halliday og Hasan, 1976). Margar rannsóknir hafa auk þess sýnt fram á að frásagnir lengjast með aldri, og að lengd sé vísbending um gæði frásagna a.m.k. fram til níu til tíu ára aldurs (McCabe, 1997; Stein og Albro, 1997). Eftir því sem börn ná betra valdi á sögubyggingunni, og vinnsluálagið við sjálfa frásögnina þar með minnkar, geta þau einnig beitt fleiri og fjölbreytilegri samloðun- araðferðum og tengt atburði í orsakasamhengi, gagnstæðu- og tímavensl þar sem vísað er fram og tilbaka í textann með aukasetningum, rökfærslum og flóknari tíma- merkingum (Shapiro og Hudson, 1997). Geta barnsins til að setja sig í annarra spor, sem og aukin reynsla og innlifunarhæfni hefur áhrif á þörf barnsins fyrir bakgrunn og túlkanir. Slíkt er gjarnan tjáð með aukasetningum og sjaldgæfari orðaforða og mál- fræði til dæmis viðtengingarhætti, þolmynd, o.fl. Að öllu samanlögðu má því reikna með að málaðferðir við sögugerð verði fjölbreytilegri, flóknari og nákvæmari með aldri. Rannsóknin, sem þessi grein fjallar um, byggir á þessum niðurstöðum og var ætl- að að leita svara við sumum þeirra spurninga sem ekki hefur verið svarað annars staðar svo vitað sé. Sú fyrsta snýst um getu íslenskra barna í orðræðu af þessu tagi um það bil sem þau byrja í grunnskóla. Gefa niðurstöðurnar úr litla hópnum (Hrafn- hildur Ragnarsdóttir, 1992) rétta mynd af frásagnarhæfni íslenskra fimm ára barna almennt? í öðru lagi verður leitað svara við spurningum um einstaklingsmun. Hversu mikill munur er á frásagnarhæfni barna innan þessa aldursflokks? Og hvers eðlis er sá einstaklingsmunur? Eru slökustu börnin bara hægari en meðalbarnið og þau sterku fljótari, eða er á þeim einhver grundvallarmunur? í þriðja lagi hafa flestar 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.