Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 45

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 45
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR marki skólanámskrár valinna skóla samræmast Aðalnámskrá og þeim kröfum sem gera þarf til stefnu skóla í málefnum nemenda með fötlun. Starfsmenn skóla Á síðustu árum hafa orðið talsverðar breytingar á starfsmannahaldi í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námsráðgjafar eru nú í flestum grunn- og framhaldsskólum en auk kennara eru komnar til sögunnar nýjar starfsstéttir sem vinna daglega með nem- endur, svo sem stuðningsfulltrúar, skólaliðar og atferlisþjálfar. Nokkur hópur ófag- lærðs starfsfólks er einnig að störfum í skólunum svo og leiðbeinendur við kennslu. Lítið er vitað hvort eða hvaða gildi störf allra þessara starfshópa hafa fyrir nemend- ur með þroskahömlun, til dæmis fyrir félagsleg samskipti þeirra og möguleika á að öðlast reynslu í samskiptum við aðra. Hlutfall sérkennara í hópi þeirra sem sinna sérkennslu í grunnskólum Reykjavík- ur hefur farið lækkandi undanfarin ár. Skólaárið 1998-1999 voru 19,8% þeirra sem sinntu sérkennslu með sérkennaramenntun miðað við 35,3% skólaárið 1995-1996 (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000). Ekki er vitað hvað veldur en Ijóst er þó að mennt- aðir sérkennarar í landinu eru færri en stöður við sérkennslu og fjöldi þeirra sem útskrifast úr framhaldsnámi í sérkennslu árlega ónógur til að halda í við þörfina. Það er ekki vitað hvort þeir starfsmenn skóla, sem vinna mest með nemendur með þroskahömlun, hafi einhverja fagmenntun (leikskólakennarar, grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, námsráðgjafar, sérkennarar) en upplýsingar skortir um þá starfsmenn sem ekki hafa slíka menntun. Jafnframt er mögulegt að skólar setji þetta viðfangsefni í hendur fárra sérhæfðra starfsmanna vegna þess að almenna starfsmenn skortir þekkingu og færni í kennslu nemenda með þroskahömlun. Skipulag Eins og að ofan er getið eru nemendur með þroskahömlun á leikskólastigi, að því er best er vitað, eingöngu í almennum leikskólum. Á grunnskólastigi eru þeir í sérskól- um, í sérdeildum og í almennum bekkjardeildum og á framhaldsskólastigi eingöngu í sérdeildum eða starfsbrautum. Það sem vitað er um skipulag almennra skóla bend- ir til að flestir fatlaðir nemendur séu með öðrum nemendum í kennslu að einhverju marki en ekki er vitað hversu mikið, við hvaða aðstæður eða með hvaða stuðningi (Dóra S. Bjarnason, 2003; Gretar Marinósson og Rannveig Traustadóttir, 1994; Ragn- hildur Jónsdóttir o.fl., 1997; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992). í könnun Reykjavíkurborgar á sérkennslu kom fram að um 20% nemenda voru í sérkennslu og sérúrræðum. Meirihluti stunda í sérkennslu, eða um 60-70%, voru nýttar fyrir getumiðaða hópa, um 10-15% fyrir stuðning inni í bekk og svipaður stundafjöldi til einstaklingskennslu. Blandað fyrirkomulag var notað í 10-20% kennslustunda (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000). Rannsókn sem gerð var á Suðurlandi fyrir einum áratug sýndi að nemendum með miklar sérkennsluþarfir var í 66% til- vika kennt einstaklingslega (Regína Höskuldsdóttir, 1993). Kanna þarf hvort nem- endur með þroskahömlun séu oftar valdir til einstaklingskennslu eða hópkennslu utan bekkjar heldur en kennslu í almenna lTÓpnum og hvaða forsendur ráði valinu. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.