Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 45
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
marki skólanámskrár valinna skóla samræmast Aðalnámskrá og þeim kröfum sem
gera þarf til stefnu skóla í málefnum nemenda með fötlun.
Starfsmenn skóla
Á síðustu árum hafa orðið talsverðar breytingar á starfsmannahaldi í leik-, grunn- og
framhaldsskólum. Námsráðgjafar eru nú í flestum grunn- og framhaldsskólum en
auk kennara eru komnar til sögunnar nýjar starfsstéttir sem vinna daglega með nem-
endur, svo sem stuðningsfulltrúar, skólaliðar og atferlisþjálfar. Nokkur hópur ófag-
lærðs starfsfólks er einnig að störfum í skólunum svo og leiðbeinendur við kennslu.
Lítið er vitað hvort eða hvaða gildi störf allra þessara starfshópa hafa fyrir nemend-
ur með þroskahömlun, til dæmis fyrir félagsleg samskipti þeirra og möguleika á að
öðlast reynslu í samskiptum við aðra.
Hlutfall sérkennara í hópi þeirra sem sinna sérkennslu í grunnskólum Reykjavík-
ur hefur farið lækkandi undanfarin ár. Skólaárið 1998-1999 voru 19,8% þeirra sem
sinntu sérkennslu með sérkennaramenntun miðað við 35,3% skólaárið 1995-1996
(Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000). Ekki er vitað hvað veldur en Ijóst er þó að mennt-
aðir sérkennarar í landinu eru færri en stöður við sérkennslu og fjöldi þeirra sem
útskrifast úr framhaldsnámi í sérkennslu árlega ónógur til að halda í við þörfina.
Það er ekki vitað hvort þeir starfsmenn skóla, sem vinna mest með nemendur með
þroskahömlun, hafi einhverja fagmenntun (leikskólakennarar, grunnskólakennarar,
þroskaþjálfar, námsráðgjafar, sérkennarar) en upplýsingar skortir um þá starfsmenn
sem ekki hafa slíka menntun. Jafnframt er mögulegt að skólar setji þetta viðfangsefni
í hendur fárra sérhæfðra starfsmanna vegna þess að almenna starfsmenn skortir
þekkingu og færni í kennslu nemenda með þroskahömlun.
Skipulag
Eins og að ofan er getið eru nemendur með þroskahömlun á leikskólastigi, að því er
best er vitað, eingöngu í almennum leikskólum. Á grunnskólastigi eru þeir í sérskól-
um, í sérdeildum og í almennum bekkjardeildum og á framhaldsskólastigi eingöngu
í sérdeildum eða starfsbrautum. Það sem vitað er um skipulag almennra skóla bend-
ir til að flestir fatlaðir nemendur séu með öðrum nemendum í kennslu að einhverju
marki en ekki er vitað hversu mikið, við hvaða aðstæður eða með hvaða stuðningi
(Dóra S. Bjarnason, 2003; Gretar Marinósson og Rannveig Traustadóttir, 1994; Ragn-
hildur Jónsdóttir o.fl., 1997; Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992).
í könnun Reykjavíkurborgar á sérkennslu kom fram að um 20% nemenda voru í
sérkennslu og sérúrræðum. Meirihluti stunda í sérkennslu, eða um 60-70%, voru
nýttar fyrir getumiðaða hópa, um 10-15% fyrir stuðning inni í bekk og svipaður
stundafjöldi til einstaklingskennslu. Blandað fyrirkomulag var notað í 10-20%
kennslustunda (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000). Rannsókn sem gerð var á Suðurlandi
fyrir einum áratug sýndi að nemendum með miklar sérkennsluþarfir var í 66% til-
vika kennt einstaklingslega (Regína Höskuldsdóttir, 1993). Kanna þarf hvort nem-
endur með þroskahömlun séu oftar valdir til einstaklingskennslu eða hópkennslu
utan bekkjar heldur en kennslu í almenna lTÓpnum og hvaða forsendur ráði valinu.
43