Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 22
MÁLÞROSKI
BARNA V IÐ UPPHAF
SKÓ
LAGONGU:
Á mynd 2 sést meðalfjöldi söguþátta (hámark 7 stig, sviðsetningin ekki meðtalin)
í undirhópunum þremur (í gráum súlum). Til samanburðar er meðalfjöldi þriggja,
fimm, sjö og níu ára barnanna úr R-1992 í einlitum súlum.
Mynd 2
Meðalfjöldi söguþátta í froskasögum eftir aldri
8
3 ára LÁG_5ára 5 ára'92 MIÐ_5ára HÁ_5ára 7 ára 9 ára Fullorðnir
Meðalfjöldi söguþátta í lægsta hópnum reyndist vera 0,3. Með öðrum orðum minnt-
ust þessi börn alls ekki - eða örsjaldan - á hvarf, leit eða fund frosksins. Það vekur
athygli að þetta meðaltal lægsta fjórðungs fimm ára barna er lægra en meðaltal
þriggja ára barnanna í R-1992 sem var með 0,7 stig. Miðhópurinn MIÐ_5ára var með
svo til sama meðaltal og fimm ára hópurinn frá 1992, eða 3,1 söguþátt samanborið við
3,3 þá. Sé hins vegar litið til sterkasta hópsins HÁ_5ára, sem í eru 27% barnanna,
reynist meðaltal þar 5,6 stig af sjö mögulegum, og nálgast þar með sjö ára börnin í RT
1992 sem voru með 6,1 söguþátt að meðaltali. Meðaltal hjá þeim 10% fimm ára barn-
anna sem voru með hæstan stigafjölda í heild var 6,4 söguþættir sem er hærra en
meðaltal sjö ára barnanna í R-1992.
Innbyrðis munur á fjölda söguþátta í HÁ_5ára, MIÐ_5ára og LÁG_5ára hópunum
var tölfræðilega marktækur (F (2,162) = 329,945, p < 0,001). Post hoc próf staðfestu að
munurinn á milli hópanna þriggja var í öllum tilfellum marktækur: HÁ_5ára (M=5,6)
hafði marktækt fleiri söguþætti en MIÐ_5ára (3,1) sem var marktækt hærri en
LÁG_5ára (0,3). Þessar niðurstöður færa heim sanninn um að sögurnar úr þessu stóra
úrtaki jafnaldra spanna í raun allan færniskalann sem birtist í sögum þriggja til níu
ára barnanna í R-1992. Þau slökustu töldu upp hluti og persónur sem fyrir augu bar
á myndunum í bókinni eins og öll þriggja ára börnin gerðu. Þau sterkustu sögðu ítar-
legar og vel uppbyggðar, hefðbundnar sögur með sviðsetningu, upphafsatburði,
söguþræði og sögulokum sem jöfnuðust á við bestu sögur níu ára barnanna í R-1992.
í römmum 1, 2 og 3 er að finna dæmi um sögur úr hverjum undirhópanna þriggja.
20