Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 100
BOÐSKIPTI í LEIKSKÓLA INNGANGUR Eitt af meginviðfangsefnum leikskólans er að styðja við börn svo þau geti átt í góðum samskiptum hvert við annað. Samskipti barnanna fara að miklu leyti fram í gegnum leik en hann er talinn vera helsta leið barnsins til náms og þroska. í Aðalnámskrá leik- skóla (1999) kemur fram að í leikskóla beri að efla lífsleikni barna sem byggist á alhliða þroska, færni þeirra til samskipta og rökrænnar tjáningar. Enn fremur skuli mótuð stefna um aðhald og hæfilegan aga í leikskóla og í samskiptum barna. í leikskólum eru börn sem eiga í erfiðleikum með samskipti við leikfélaga. Vand- kvæðin sem börnin glíma við eru af margvíslegum toga, sum börn fá stuðning þeirra vegna en önnur ekki, en þau síðarnefndu kunna engu að síður að vera í áhættuhópi. Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa góðan þroska til samvinnu skapa sér já- kvæðan samskiptaferil, hann styrkir sjálfsmynd þeirra og færni þeirra eykst. Börn sem eiga erfitt uppdráttar innan barnahópsins t.d. börn sem eiga í samskiptaerfiðleik- um geta átt á hættu að lenda í neikvæðum samskiptaferil sem getur heft möguleika þeirra til þroska. Vitað er að hluti barna sem eiga í erfiðleikum í leikskóla glímir enn við sama vanda á unglings- og fullorðinsárum og benda rannsóknir til þess að höfn- un leikfélaga geti spáð fyrir um erfiðleika þegar til lengri tíma er litið (Frones, 1994; Hatch, 1987; Kemple, 1991; Rutter og Rutter, 1993). Ogden (1998) og Rutter (1989) skilgreina áhættuþætti sem líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem geta valdið því að börn geta átt á hættu að glíma við vandamál eða röskun í þroska. Fæðing fyrir tímann, langvinnir sjúkdómar, vanræksla og nei- kvæð áhrif félaga eru taldir áhættuþættir. Samkvæmt skilgreiningu Johannessen (1995; Johannessen, Kokkesvold og Vedeler, 1994) er litið svo á að meðfæddir félagslegir og tilfinningalegir eiginleikar barns þroskist og verði fyrir áhrifum í tengslum þess við aðra. í upphafi hafi allir fjölda til- finninga og hegðunarmynstra sem þeir geti brugðið fyrir sig, en reynsla viðkomandi af samskiptum hafi styrkt sumt á kostnað annars. Þess vegna megi segja að hluti barna hafi tilhneigingu til að bregðast við með árásargirni eða hlédrægni eða öðrum hegðunarmynstrum eftir því í hvernig umhverfi viðkomandi hefur verið. Viðbrögð barnanna eru gjarnan kallaðir eiginleikar þeirra. Hvaða einstaklingsbundnar til- hneigingar og eiginleikar koma fram fari eftir samspilinu við umhverfið. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á boðskipti barna í leikskóla og var athyglinni beint að börnum sem áttu í samskiptaerfiðleikum. Boðskipti barnanna voru athuguð og hvernig leikfélagar og kennarar brugðust við þeim. Ennfremur voru viðhorf hinna fullorðnu til eigin hlutverks og til samskipta barnanna könnuð. í rannsókninni er hugtakið samskiptaerfiðleikar notað sem samheiti yfir erfiðleika þeirra barna sem sýna frávik í hegðun miðað við jafnaldra í leikskólanum. Notkun orðsins miðast við það að vandinn á sjaldnast rætur í barninu sjálfu heldur í tengsl- um þess við umhverfi, uppeldisskilyrði og samskipti við aðra. Ég tel að samskipta- erfiðleikar lýsi því sem börnin glíma við í daglegu lífi sínu í leikskólanum. Sjónum er beint að samskiptunum eða því sem á sér stað milli barnsins, leikfélaganna og hinna fullorðnu. Við rannsóknina var greiningarhluta aðferðar sem kölluð hefur verið „Marte meo" 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.