Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 100
BOÐSKIPTI í LEIKSKÓLA
INNGANGUR
Eitt af meginviðfangsefnum leikskólans er að styðja við börn svo þau geti átt í góðum
samskiptum hvert við annað. Samskipti barnanna fara að miklu leyti fram í gegnum
leik en hann er talinn vera helsta leið barnsins til náms og þroska. í Aðalnámskrá leik-
skóla (1999) kemur fram að í leikskóla beri að efla lífsleikni barna sem byggist á
alhliða þroska, færni þeirra til samskipta og rökrænnar tjáningar. Enn fremur skuli
mótuð stefna um aðhald og hæfilegan aga í leikskóla og í samskiptum barna.
í leikskólum eru börn sem eiga í erfiðleikum með samskipti við leikfélaga. Vand-
kvæðin sem börnin glíma við eru af margvíslegum toga, sum börn fá stuðning þeirra
vegna en önnur ekki, en þau síðarnefndu kunna engu að síður að vera í áhættuhópi.
Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa góðan þroska til samvinnu skapa sér já-
kvæðan samskiptaferil, hann styrkir sjálfsmynd þeirra og færni þeirra eykst. Börn
sem eiga erfitt uppdráttar innan barnahópsins t.d. börn sem eiga í samskiptaerfiðleik-
um geta átt á hættu að lenda í neikvæðum samskiptaferil sem getur heft möguleika
þeirra til þroska. Vitað er að hluti barna sem eiga í erfiðleikum í leikskóla glímir enn
við sama vanda á unglings- og fullorðinsárum og benda rannsóknir til þess að höfn-
un leikfélaga geti spáð fyrir um erfiðleika þegar til lengri tíma er litið (Frones, 1994;
Hatch, 1987; Kemple, 1991; Rutter og Rutter, 1993).
Ogden (1998) og Rutter (1989) skilgreina áhættuþætti sem líffræðilega, sálræna og
félagslega þætti sem geta valdið því að börn geta átt á hættu að glíma við vandamál
eða röskun í þroska. Fæðing fyrir tímann, langvinnir sjúkdómar, vanræksla og nei-
kvæð áhrif félaga eru taldir áhættuþættir.
Samkvæmt skilgreiningu Johannessen (1995; Johannessen, Kokkesvold og Vedeler,
1994) er litið svo á að meðfæddir félagslegir og tilfinningalegir eiginleikar barns
þroskist og verði fyrir áhrifum í tengslum þess við aðra. í upphafi hafi allir fjölda til-
finninga og hegðunarmynstra sem þeir geti brugðið fyrir sig, en reynsla viðkomandi
af samskiptum hafi styrkt sumt á kostnað annars. Þess vegna megi segja að hluti
barna hafi tilhneigingu til að bregðast við með árásargirni eða hlédrægni eða öðrum
hegðunarmynstrum eftir því í hvernig umhverfi viðkomandi hefur verið. Viðbrögð
barnanna eru gjarnan kallaðir eiginleikar þeirra. Hvaða einstaklingsbundnar til-
hneigingar og eiginleikar koma fram fari eftir samspilinu við umhverfið.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á boðskipti barna í leikskóla og
var athyglinni beint að börnum sem áttu í samskiptaerfiðleikum. Boðskipti barnanna
voru athuguð og hvernig leikfélagar og kennarar brugðust við þeim. Ennfremur voru
viðhorf hinna fullorðnu til eigin hlutverks og til samskipta barnanna könnuð.
í rannsókninni er hugtakið samskiptaerfiðleikar notað sem samheiti yfir erfiðleika
þeirra barna sem sýna frávik í hegðun miðað við jafnaldra í leikskólanum. Notkun
orðsins miðast við það að vandinn á sjaldnast rætur í barninu sjálfu heldur í tengsl-
um þess við umhverfi, uppeldisskilyrði og samskipti við aðra. Ég tel að samskipta-
erfiðleikar lýsi því sem börnin glíma við í daglegu lífi sínu í leikskólanum. Sjónum er
beint að samskiptunum eða því sem á sér stað milli barnsins, leikfélaganna og hinna
fullorðnu.
Við rannsóknina var greiningarhluta aðferðar sem kölluð hefur verið „Marte meo"
98